Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Side 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.07.1976, Side 44
t HORFNIR FELAGAR t Það má segja, að við vinir, sam- starfsmenn og félagar Bjarna Páls- sonar höfum verið helzt til rólegir og siðbúnir að minnast þessa sam- ferðamanns okkar og eftirminni- legu persónu úr okkar hópi, sem fórst um aldur fram af slysförum í starfi sínu á hafi úti aðeins 61 árs gamall — slysförum sem voru sorgleg en lítið rædd — ólík hinni rólegu og skynsamlegu yfirvegun sem var alla tíð einkennandi í fari þessa látna félaga. Mín fyrstu kynni af Bjarna voru ekki fyrr en 1933. Þá var Bjarni að ljúka járnsmiðanámi í hf. Hamri í Reykjavik. Þá kom hann að máli við mig og bað mig að kynna sér möguleika á því hvort unnt væri að fá að reyna að taka Vélstjóra- skólann á einum vetri, sagðist vera nokkuð vel undirbúinn í al- mennum fræðum og langaði til að reyna þetta ef nokkur tök væru á. Ég taldi þetta útilokað eftir því sem okkar ágæti (gamli og góði) skólastjóri M. E. Jessen hafði inn- prentað okkur á árunum 1924-1925 þegar ég var undir hans handleiðslu, en þá var það að hans sögn algjör skilyrði að nemend- ur Vélstjóraskólans væru tvo vetur i skólanum til þess að ganga undir próf. Mér leizt strax vel á þennan unga og framsækna mann og lof- aði að ræða þetta mál við okkar gamla og góða skólastjóra, en gaf honum að því er mig minnir litlar vonir um árangur. M. E. Jessen tók þessu máli hins Bjarni Pálsson, vétstjóri frá Hrísey F. 27.6. 1906 0. 17.2. 1967 vegar betur en ég hafði búizt við og virðist hafa breytt um óbreytan- legan einstefnuakstur á þessu sviði og svar hans var á þá leið, að „ef þessi ungi maður treystir sér til að fylgja mér í báðum deildum skól- and þar sem ég kenni og taka svo próf í öllum greinunum án þess að fylgjast með þeim daglega má hann gjarna reyna, en þetta verður erfitt.“ Bjarrn tor svo í skólann og lauk prófi með prýði. Þarna var enginn meðalmaður á ferðinni, góð und- irbúningsmenntun (ekkert skyldu- nám) ástundun, gáfur og dugnað- ur. Mun Bjarni eiga met á þessu sviði og þótti Vélstjóraskóli íslands á þessum árum þó nokkuð erfiður viðureignar á tveim árum fyrir allflesta meðalmenn. Eftir vel heppnað vélstjórapróf á mettíma var Bjarni nokkurn tíma vélstjóri á togurum, varðskipum og hjá Ríkisskip en undi ekki lengi við hið tilbreytingarlitla og ein hliða starf og fór í land, braut allar brýr að baki sér eins og fleiri sem þótti vélgæzla ekki nógu mikil fullnæging starfsorku ungs og framsækins manns. Hann hafnaði öllum hinum mörgu lífstíðar- tryggingum sem vélstjórastéttin var vissulega búin að tryggja sín- um meðlimum, fór í land til þess að njóta lífsins, leiður á að horfa á, þreifa á og smyrja sömu legurnar, sömu stangirnar dag og nótt. Hann gerðist forstjóri frystihúss í heimabyggð sirini, Hrísey, og síðar kaupsýslumaður. Hann náði fljótlega umboðum fyrir heims- þekkt fyrirtæki á Norðurlöndum, Englandi, Þýzkalandi og í Banda- ríkjunum, enda málamaður góður, vel menntaður, „sjarmerandi" og persóna sem hvarvetna vakti at- hygli. Þrátt fyrir þetta varð umboðs- mennska hans aldrei nægilega já- kvæð og hvarf hann aftur að vél- stjórastarfinu, sem sannarlega virðist henta betur mönnum sem komnir eru yfir miðjan aldur en linum yngri sem vilja (og þurfa að a að) njóta hinna töfrandi fjöl- 228 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.