Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Side 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Side 41
geri það og sest á þóftuna hjá honum og tek stýrissveifina í hendi mína. Með það sama var faðir minn kominn fram í hálsrúm bátsins og ég sá hann grípa til fokkunnar sem lá þar saman klesst og eftir drykklanga stund var hann búinn að krækja neðri enda hennar í járnlykkju sem var fest í stefni bátsins innanverðu og búinn að losa fokkufalinn og festa hann við efri enda fokkunnar og draga hana upp. En við það að fokkan kom upp jókst skriður bátsins til mikilla muna. Mátti nú heita að hann lægi á lista, og nú var pabbi kominn eins og örskot aftur fyrir á ný og tekinn við stjórn bátsins og var ég feginn að sleppa við þá ábyrgð sem mér fannst hafa hvílt á mér meðan hann var að koma fokkunni upp. Nú var líka korninn nokkur austur í bátinn og ég þreif austurtrogið og bjó mig undir að ausa. Þá segir pabbi hátt og snöggt: „Láttu vera.“ Hvað? Á ég ekki að ausa? stamaði ég hálf ráðvilltur. Það var rétt komið fram á varir mínar að öskra að kallinn ætlaði að sökkva okkur Nú segir pabbi: „Ég skal gera það núna“. Og í því sá ég að hann beygir sig niður, tekur steininn sem lá á neglunni og kippir negl- unni úr. Það var rétt komið fram á varir mínar að öskra á Hinrik að kallinn ætlaði að sökkva okkur. En tók þá eftir því að austurinn var orðinn talsvert minni í bátnum og eftir svo sem augnablik heyrði ég smá hvæs eða suðu og hver dropi af austrinum var horfinn. Ég leit framan í föður minn og ég sá ekki betur en bros væri á andliti hans, um leið sneri hann negluna saman á milli handa sinna og stakk henni í neglugatið aftur, dumpaði á hana með steininum VÍKINGUR og lét hann svo liggja á henni. Og sjáanlega hafði honum verið skemmt af hræðslu minni. Ég minntist þá þess að ég hafði heyrt að þetta væri hægt, en til þess þyrfti að vera mikill skriður á bátnum og fljót og snör handtök hjá þeim er þetta gerði. Nú skildi ég hvers vegna pabbi hafði bætt fokkunni við, auðvitað til þess að vera öruggur um að skriður báts- ins væri nægilegur. Suma menn heyrði ég segja að það væru bölv- aðir sjófantar sem þetta gerðu. Aðrir sögðu að það væru ekta sjó- menn, jafnvel hreinir snillingar sem gætu leikið þennan leik svo vel færi, og vildi ég gjarnan koma föður mínum í þann flokkinn því að flesta sem með honum voru heyrði ég tala um hann sem góðan og laginn sjómann og duglegan svo af bar. Við erum nú að komast rétt út fyrir Goðahólinn, en Goðahóll er nokkuð stór sandhóll, dálítið strýtumyndaður, ofarlega á Flat- eyrartanganum, þeim megin sem að hafinu veit. Frammi af Goða- hólnum breytti pabbi um stefnu og sigldi nú lengra frá landi. Norðaustan vindurinn hélst jafn og báturinn skreið jafnt og vel. Og er við vorum komnir u.þ.b. mið- firðis var siglt beint út fjörðinn. Eins og flestum er kunnugt er Barðinn það fjall sem lengst skag- ar til hafs vestanvert við Önund- arfjörð en næsta fjall innar í firð- inum er Hrafnaskálanúpur en milli þessara tveggja fjalla er hin fríða og fagra sveit Ingjaldssand- ur, og vil ég ráðleggja þeim er þeirri sveit vilja kynnast að lesa rækilega lýsingu Óskars Einars- sonar læknis í bók hans, Aldafar og örnefni í Önundarfirði, er hann skrifaði á tíu ára læknisárum sín- um á Flateyri og gaf Önfirðing- um. Bókin kom út hjá forlaginu Iðunni 1951. Er hún mjög fróðleg fyrir þá er kynnast vilja Önund- arfirði og Önfirðingum bæði til sjós og lands. í partinum um Ingjaldssand getur höfundur um að útræði hafi verið í Nesdal sem er framan í Barðanum og sýnist sjálfsagt mörgum nútímamannin- um sem slíkur staður hafi þó ekki verið álitlegur til róðra, en höf- undur þessarar greinar veit þó fullar sönnur á því að svo hafi Úr Nesdal var róið — hásetarnir voru tvær konur verið. Magnús ísleifsson hét mað- ur er bjó á Flateyri. Hann reri tvö vor úr Nesdal og lánaðist vel, og hásetar hans bæði vorin voru tvær konur, hétu þær Þuríður, fóstur- dóttir Magnúsar, en hin Guðrún Guðmundsdóttir, hálfsystir höf- undar þessarar greinar. Guðrún var tvígift. Fyrri maður hennar var Magnús Guðmundsson skó- smiður Flateyri, en síðari maður hennar Elías Kjærnested skó- smiður ísafirði, sem mörgum Is- firðingum var að góðu kunnur. Þuríður man ég ekki til að giftist. Nú héldum við áfram um stund eða þar til aðeins fór að ydda á Þorsteinshorni. Pabbi hafði trú á því sem góðu fiskimiði og notaði það oft sem slíkt og lánaðist venjulega vel, og fiskur var þar oft stærri en annars staðar. Hann kallaði til Hinriks að taka fokkuna og fella seglið, hann ætlaði að reyna að leggja hérna og gerði Hinrik það. Lagði hann gaffalinn á seglinu niður með mastrinu og batt hann við það með línunni sem það var dregið upp með. Við vorum með 12 lóðir sem beittar voru með kúfiski og voru þær allar í gamalli tágkörfu. Pabbi sagði nú Hinrik að leggja út árar og hafa stefnuna á Barðanef- ið. Ég ætti að rétta honum lóðirn- ar, leysa utan af þeim og hnýta saman ef ég gæti. Pabbi leysti svo utan af fyrstu lóðinni, sagði mér að rétta sér lóðarstein og niður- 41

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.