Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Side 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Side 59
skuli ekki fylgja sömu reglum hér og á Charing Cross spítalanum, segir ökumaður. —Læknarnir þar fá tvö hundruð krónur fyrir hvern sjúkling, sem læknast, og afleið- ingin er sú, að þar hefur enginn látist í fimm mánuði. — Aktu mér þangað, segir Sam. — Það er löng leið, segir öku- maður og hristir höfuðið, —og það mundi kosta þig tuttugu krónur í viðbót. Væri ekki rétt, að þú reyndir Lundúnaspítalann fyrst? — Þú ekur til Charing Cross, segir Sam og skipar Ginger að fá honum peningana. —Og hafðu hraðan á, þessar druslur eru ekki eins hlýjar og þær ættu að vera. Ökumaðurinn sneri hrossi sínu og lagði af stað syngjandi. Vagn- inn stansaði tvisvar stutta stund og síðan langan tíma, og ökumaður- inn kom aftur og gægðist inn um gluggann. — Það er leiðinlegt lagsi, sagði hann, —sástu mig tala við skarf- inn, sem var hérna rétt í þessu? — Hvað um það? segir Peter. — Hann er aðstoðardyravörð- ur í spítalanum, segir ökumaður OLÍUVERZLUN ÍSLAIMDS HF. HAFNARSTRÆTI 5 • REYKJAVÍK SÍMI 24220 MEIRI ENDING MINNA SLIT BPMobil SMUROLÍUR OG SMURFEITI og skyrpir, og hann segir, að hvert einasta rúm sé yfirfullt og tveir sjúklingar í sumum. — Mér er sama þó ég sofi í rúmi með öðrum, segir Sam. — Já, segirökumaðuroglíturá hann, en hvað um hinn aðilann? — Jæja, hvað á þá að gera? segir Peter. — Þú gætir farið til Guysspit- ala, segir ökumaður, —hann er ekki verri en Charing Cross. — Égálít þú ljúgir þessu einsog þú ert langur til, segir Ginger. — Út úr vagninum mínum, segur ökumaður hinn versti. —Út með ykkur alla saman! Ginger og Peter voru fúsir að fara, en Sam vildi ekki heyra það nefnt. Það var nógu illt að vera vafinn í lak inni í vagni án þess að þurfa að fara í því berfættur út á götu, og að endingu bað Ginger ökumanninn afsökunar með því að segja, að ef hann væri lygari, gæti hann ekki gert að því sjálfur. Ökumaður innheimti tíkall í við- bót fyrir að aka til Guysspítala, skreiddist upp í sætið og ók af stað. Þeir voru allir orðnir leiðir í vagninum þegar hér var komið og Ginger varð gripinn sárum þorsta. Hann teygði sig út úr vagninum, kallaði til ökumannsins og bað hann að stansa nærri krá. Seint og um síðir lét ökumaður að óskum hans og Ginger og Peter fóru inn og létu færa Sam lögg í krús. Þeir fengu sér eina krús í viðbót, og Ginger, sem tekið hafði gleði sína á ný, bauð ökumanninum að fá sér sopa. — Reyndu að flýta þér, Ging- er, sagði Sam heldur snakillur. —Þú gleymir, að ég er veikur. Ginger sagði, að þeir myndu ekki verða tvær sekúndur, og ökumaður náði í dreng til að gæta hestsins, síðan fóru þeir inn. Þetta var lítil róleg krá og afar notaleg, og Sam, sem gægðist út um vagn- gluggann, sá þá alla þrjá halla sér VÍKINGUR 59

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.