Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Side 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Side 64
litla líf að fara sjálfur með bréfið á pósthúsið — þú veist hvernig þetta er í litlum bæjum þar sem allir þekkjast: sjómaður sem stað- inn væri að því að skrifa tímariti bréf yrði að athlægi um allt plássið og ætti sér ekki viðreisnarvon upp frá því. Ég átti í fórum mínum kvæðið Gamall fiskimaður, og allt í einu datt mér í hug á leiðinni niður á pósthús að slá utan um það líka. Það birtist svo í sumar- hefti Helgafells 1943.“ Stefán Hörður Grímsson? Gamall sjómadur Sérðu hvar hann Gvendur gengur grár og boginn eins og kengur? Forðum þótti hann fríður drengur, fátt ber slíku vitni meir. Frá gleði sinni og guði snúinn — glötuð barnatrúin — löngu orðinn fótafúinn, fatlaður og lúinn. Fyrrum hann til fiskjar reri, fengsæll þótti í hverju veri, aldrei þó að efnum greri. Auði safna fáir þeir sem til fanga á æginn ýta, — eigin kröftum slíta. Aðrir meira brenna og bíta, betri kjörum hlíta. Mislit gæfa er grönnum sniðin. Gvendur fann að dekkri hliðin að honum sneri, en út á miðin ótrautt reri og þorska dró. Krappa leiki löngum háði, landi um síðir náði, aftur veiðivolkið þráði, veðurmerkja gáði. Þeir sem stýra báti á bárum bugast fyrr af lúa en árum. Hinzta sinn með hug í sárum hljóta þeir að koma af sjó. Fór svo líka fyrir Gvendi: fleytu á þurrt hann renndi, kveðju í hljóði sjónum sendi, — seltu í augum kenndi. Verður nú að liggja í landi, lötrar einn í fjörusandi. Gamalkunnur giktarfjandi gefur honum enga ró Ennþá man hann áratakið, útróðurinn, færaskakið, heyrir stundnm hlummabrakið hörkulegt og nakið. Menn sem lengi marinn sigla móti sorta brúnir yggla, aldrei voðfelld værðarmygla veikir þeirra hjartarót. Enginn þó er krafan kemur kaup við elli semur. Sá er afl sitt aldrei hemur endist hinum skemur. Eins fór hér. Á úfinn sjóinn enn er sérhver bátur róinn. Alein gamla aflaklóin er á rölti um fjörugrjót. Enn er harka í brettum brúnum, blik í svipsins þreyturúnum, og þótt framar limum lúnum ljáist engin meinabót, kjarkur ei með kröftum þrotnar, kiknar eða brotnar: Þó að heykist herðar lotnar hetjuskapið drottnar. 64 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.