Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Side 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Side 27
Haukur Erlendsson: Reykjavfkurradíó — TFA r Ometanleg þjónusta vid sæfarendur allan sólarhringinn Árið 1912 var ríkisstjórninni heimilað, af Alþingi, að láta reisa loftskeytastöð í eða við Reykjavík, sem aðallega væri ætlað að halda uppi sambandi við skip og þá sennilega fyrst og fremst í örygg- isskyni. Til marks um það að þessi ákvörðun má teljast bera vott um víðsýni Alþingis má benda á að ekkert íslenskt skip var þá búið loftskeytatækjum og það er fyrst við komu Gullfoss og Goðafoss, árið 1915, að slíkur búnaður kemur í íslensk skip. Úr byggingu loftskeytastöðvar í Reykjavík varð þó ekki fyrr en 1916 að samningur er gerður við Marconifélagið í London, um að það sjái um uppsetningu slíkrar stöðvar. Lóð lét Reykjavíkurbær í té vestur á Melum og var bygg- ingu stöðvarhúss, loftnetsmastra og uppsetningu tækja lokið og stöðin tekin í notkun hinn 17. júní 1918. Stöðin var búin bestu tækjum sem völ var á þá, 5 kw neistasendi Haukur Erlendsson, höf- undur þessarar greinar hef- ur verið starfsmaður Reykjavíkur radíós frá hausti 1945, bæði við skipa- þjónustu (TFA) og Flug- þjónustu (TFW). Áður hafði hann verið sjómaður í 13 ár, lengst af loftskeyta- maður á togurum. Frá árinu 1968 hefur Haukur verið deildarstjóri TFA. sem fékk orku frá olíumótor og varasendi sem fékk orku frá raf- hlöðum. Viðtæki voru tvö, kryst- alsviðtæki, annað með lampa- magnara. Loftnetsmöstur voru tvö, 77 metra há, og langdrægi stöðvarinnar yfir 1000 sjómílur. Var stöðin, auk viðskipta við skip, notuð til skeytaviðskipta við út- lönd í sæsímaslitum. Er Rafmagnsveita Reykjavíkur tók til starfa árið 1921, var loft- skeytastöðin tengd henni og olíu- mótorinn þá lagður niður. Fyrsti stöðvarstjóri og jafnframt eini starfskrafturinn fyrsta árið var Friðbjörn Aðalsteinsson, en hann hafði á hendi stjórn stöðv- arinnar til dauðadags, en hann féll frá á miðju ári 1947. Árið 1919 var bætt við tveimur loftskeytamönn- um, þeim Snorra P.B. Arnar og Hallgrími Matthíassyni, en hann starfaði við stöðina óslitið allar götur þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1968 eða tæp 50 ár. Viðtökustöðin í Gufu- nesi, TFJ, varreistárið 1935 til að hafa radíóviðskipti við útlönd á stuttbylgju, skeyti fyrst og síðan talvið- skipti. Sendistöðin var þá uppi á Vatnsenda. Arið 1945 var farið að undirbúa radíósamband við útlönd vegna almenns flugs yfir Atlantshaf. Þá er settur upp í Gufunesi vísir að flugþjónustustarfsemi, TFW, sem er umfangs- mesta starfsemin á staðnum nú. Árið 1963 er Reykjavíkur radíó flutt upp í Gufunes. VÍKINGUR 27

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.