Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Blaðsíða 27
Haukur Erlendsson: Reykjavfkurradíó — TFA r Ometanleg þjónusta vid sæfarendur allan sólarhringinn Árið 1912 var ríkisstjórninni heimilað, af Alþingi, að láta reisa loftskeytastöð í eða við Reykjavík, sem aðallega væri ætlað að halda uppi sambandi við skip og þá sennilega fyrst og fremst í örygg- isskyni. Til marks um það að þessi ákvörðun má teljast bera vott um víðsýni Alþingis má benda á að ekkert íslenskt skip var þá búið loftskeytatækjum og það er fyrst við komu Gullfoss og Goðafoss, árið 1915, að slíkur búnaður kemur í íslensk skip. Úr byggingu loftskeytastöðvar í Reykjavík varð þó ekki fyrr en 1916 að samningur er gerður við Marconifélagið í London, um að það sjái um uppsetningu slíkrar stöðvar. Lóð lét Reykjavíkurbær í té vestur á Melum og var bygg- ingu stöðvarhúss, loftnetsmastra og uppsetningu tækja lokið og stöðin tekin í notkun hinn 17. júní 1918. Stöðin var búin bestu tækjum sem völ var á þá, 5 kw neistasendi Haukur Erlendsson, höf- undur þessarar greinar hef- ur verið starfsmaður Reykjavíkur radíós frá hausti 1945, bæði við skipa- þjónustu (TFA) og Flug- þjónustu (TFW). Áður hafði hann verið sjómaður í 13 ár, lengst af loftskeyta- maður á togurum. Frá árinu 1968 hefur Haukur verið deildarstjóri TFA. sem fékk orku frá olíumótor og varasendi sem fékk orku frá raf- hlöðum. Viðtæki voru tvö, kryst- alsviðtæki, annað með lampa- magnara. Loftnetsmöstur voru tvö, 77 metra há, og langdrægi stöðvarinnar yfir 1000 sjómílur. Var stöðin, auk viðskipta við skip, notuð til skeytaviðskipta við út- lönd í sæsímaslitum. Er Rafmagnsveita Reykjavíkur tók til starfa árið 1921, var loft- skeytastöðin tengd henni og olíu- mótorinn þá lagður niður. Fyrsti stöðvarstjóri og jafnframt eini starfskrafturinn fyrsta árið var Friðbjörn Aðalsteinsson, en hann hafði á hendi stjórn stöðv- arinnar til dauðadags, en hann féll frá á miðju ári 1947. Árið 1919 var bætt við tveimur loftskeytamönn- um, þeim Snorra P.B. Arnar og Hallgrími Matthíassyni, en hann starfaði við stöðina óslitið allar götur þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir 1968 eða tæp 50 ár. Viðtökustöðin í Gufu- nesi, TFJ, varreistárið 1935 til að hafa radíóviðskipti við útlönd á stuttbylgju, skeyti fyrst og síðan talvið- skipti. Sendistöðin var þá uppi á Vatnsenda. Arið 1945 var farið að undirbúa radíósamband við útlönd vegna almenns flugs yfir Atlantshaf. Þá er settur upp í Gufunesi vísir að flugþjónustustarfsemi, TFW, sem er umfangs- mesta starfsemin á staðnum nú. Árið 1963 er Reykjavíkur radíó flutt upp í Gufunes. VÍKINGUR 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.