Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Side 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1980, Side 31
hefir gengið um fjarstýringu þess- ara tækja en æskilegt hefði verið. Á fimmtugasta starfsári Reykjavíkur radíós voru tekin í notkun örbylgjutæki til talvið- skipta, staðsett á Þorbjarnarfelli við Grindavík. Þjónusta á stutt- bylgju talsambandi var nú allan sólarhringinn og 18 klst. á sólar- hring á morse en fréttaskeyti var sent þar út fjórunt sinnum á sól- arhring. Veðurfregnir voru sendar út fjórum sinnum á morse, á langbylgju, og einu sinni á nóttu voru sendar út veðurfregnir á tali frá Veðurstofu íslands um Reykjavíkur radíó. Hinn 24. maí 1968 var gefin út reglugerð um tilkynningaskyldu íslenskra skipa. Varð þessi þáttur þjónustunnar fljótlega mjög um- fangsmikill en öll þessi auknu umsvif útheimtu aukið starfslið og í árslok 1968 var það orðið 12 manns. Skeytafjöldi var það ár 23.074 og samtalafjöldi 24.537. Nú, í árslok 1979, eftir 61 og hálfs árs starfsemi Reykjavíkur radíós, er þjónustan í grundvall- aratriðum enn hin sama, að gæta öryggis sæfarenda og sjá fyrir fjarskiptatengslum milli þeirra og vandamanna, vina, útgerða og viðskiptamanna í landi, bæði hér- lendis og erlendis. Að sjálfsögðu hafa orðið geysi- legar breytingar á viðskipta- möguleikum gegnum árin, eins og sjá má af framansögðu, enda mikil aukning á viðskiptamagni. Stöðin hefir nú yfir að ráða 5 viðskiptarásum á örbylgju, fjar- stýrðum tækjum staðsettum á Þorbirni, Akranesi og í Stykkis- hólmi. Fjórum sendum fyrir morseviðskipti á stuttbylgju, en nú eru þar fréttasendingar tvisvar á sólarhring. Tveimur nýjum sendum til talafgreiðslu á stutt- bylgju og er um þá haldið uppi útvarpi hádegis fréttaútsendingu Ríkisútvarpsins. Millibylgjusenda Reykjavíkur radíó, stöðin í Gufunesi staðsetta á Rjúpnahæð, í Gróttu, á Suðurnesi (Seltj.nesi), í Grindavík og á Ingjaldshóli. Tveimur lang- bylgjusendum til skeytaviðskipta á morse og annarrar almennrar þjónustu, sem er þó ekki full- nægjandi m.a. með tilliti til þess Tilkynningar um siglingar- hættu, t.d. vegna íss, sendir Reykjavíkur radíó út ef .þær berast stöðinni, t.a.m. frá skipum, Veðurstofunni, Hafna- og vitamálaskrifstof- unni eða Landhelgisgæslunni. Þær eru þá sendar bæði á tali og morsi. Þessi þáttur starfsins er þó mjög laus í reipunum. að lögð hefir verið niður morse- þjónusta á hinum strandarstöðv- unum. En úr þessu er verið að bæta með nýjum sendi, sem mun verða tekinn í notkun innan skamms. Þá er langbylgjusendir fyrir morseútsendingar á veður- fregnum, sem eru fjórar á sólar- hring, og ein útsending á tali á nóttunni. Viðtökuhliðarinnar er einnig vel gætt með fjölda viðtækja, bæði í Gufunesi og á ýmsurn stöðum úti á landsbyggðinni, fjarstýrðum frá TFA, svo sem Ingjaldshóli, Stykkishólmi, Þorbirni, Grinda- vík og Höfn í Hornafirði. Hlustavarsla er á 10—15 tíðn- um samtímis allan sólarhringinn og á allt að 4 viðtækjum, mis- munandi staðsettum, á sumurn tíðnanna, þannig að viðtækin sem hlustað er á hverju sinni munu vera 25—30 samtals. Á síðasta ári, 1978, fóru um stöðina 23.240 almenn skeyti, 45.509 skeyti vegna tilkynninga- skyldu íslenskra skipa og 54.429 símtöl voru afgreidd til og frá skipum, innlendum og erlendum, innanlands og utan. Auk allskon- ar annarar þjónustu m.a. öryggis- og neyðarafgreiðslu. Að sjálfsögðu hefir orðið að sjá við hinu aukna afgreiðslumagni og þörf með auknum tækjakosti og starfsliði. Starfslið það er nú vinnur beint við afgreiðsluna er orðið 17 manns, auk þjónustunnar á Rjúpnahæð, viðhaldsþjónustu, skrifstofu- og stjórnunarstarfa. Svo sem getið var hér í upphafi var fyrsti stöðvarstjóri Reykjavík- VÍKINGUR 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.