Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1931, Side 17

Náttúrufræðingurinn - 1931, Side 17
II stafað af því, að leysingar voru og vatnsrensli út í heit hraunin. f 12 —13 ár eftir gosin hélst nokkur hiti í Lambafitjarhrauni. Sáu leit- armenn sí'Sast gufa úr því sumar- iS 1926. Guðm. Björnson kom fyrstur að syðri eldstöðvunum 8.—9. maí Voru þær við fell eitt 6 km. austur af Heklu. Nefndi hann það Munda- fcll. Samkvæmt athugunum manna úr bygðinni munu gosin þar eigi hafa staðið nema 3 daga, 25.—27. apríl. Tóku þau að réna þegar Hrafnabjarga-gosin byrjuðu. Þar hafði eldsprunga opnast meðfram fellinu norðvestanverðu, frá SV—■ NA, og margir smágígar myndast á henni. Frá þeim hafði runnið all- mikið hraun til suðurs og norð- austurs. Hraunin á báðum eldstöðvunum voru úfin apalhraún af blágrýti. Eldsprungurnar hjá Mundafelli og Hrafnabjörgum liggja í sama sprungubelti og eru ef til vill i áframhaldi hvor af annari. Á milli þeirra, og í sömu stefnu, er eld- sjrrungan eða gígaröðin hjá Kraka- tindi, er gaus 1878, þegar Nýja- hraun myndaðist. Hekla og gígarn- ir suðvestur og norðaustur af henni liggja í öðru sprungubelti, er hefir sömu stefnu, en sker hálendið nokkuru norðvestar. ■— í nýprent- uðu riti, er Vísindafélag íslendinga hefir gefið út, er nánari lýsing á gosum þessum og eldstöðvum.* Guðm. G. Bárðarson. Köngulærnar. Eftir Árna Friðriksson, magistcr. —O— Ilvert mannsharn á landinu Jjekkir köngulærnar frá öðruni smádýrum liúsanna og merkurinn- ar. Margir hafa óbeit á þeim vegna þeirrar hjátrúar að af þeim stafi sjúkdómar, t. d. krabbamein, en fáa munu þær eiga vini eða aðdá- endur meðal íslenskra þegna. — Og þó eru köngulærnar í mörgu aðdáunarverðar og margt er það í liáttum þeirra, sem getur svalað fegurðarlöngun mannsins. í kjallarahornum og öðrum skúmaskotum, ]>ar sem lireinlæti húsmóðurinnar nær ekki að raska gangi náttúrunnar, er oft mikið af „hjegóma“, þ. e. mjög fíngerð- um, þríhyrudum netjum eða vefj- um, sem eru gerð úr fjölda örfínna þráða, er liggja þvert og endilangt um netið án reglubundinnar skip- * G. G. Bárðarson: Vulkan-Aus- brúche in der Gegend der Hekla im Jahre 1913. Rit Vísindaféiags íslendinga VI. Rvík 1930.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.