Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Síða 20

Náttúrufræðingurinn - 1931, Síða 20
H Það er eftirtektarvert, að til eru margs konar kirtlar, og myndar h\er tegund þræði af sjerstakri gerð. Köngulærnar nota þræðina, sem þær spinna á margvíslegan hátt. Þær spinna veiðinet eða vef, ekis og við höfum sjeð, margar gera sjer skýli eins og t. d. liúsaköngu- lóin, flestar siiinna hjúp um egg sín, karldýrin spinna þræði, sem þau nota við æxlunina, eins og síðar skal vikið að, og loks geta köngulærnar hreyft sig úr stað með þráðum, sem þær spinna. Al- kunnur er fiskikarlinn eða dor- dingullinn, sem sígur á þráðum í liúsum inni eins og veiðimaður í bjargi. Könguiærnar sltifta oft um bú- stað. Þær geta ekki lyft sjer á vængjum yfir torfærurnar eins og skordýrin, en kunna þó ráð við vandanum. Þær byggja „hengi- brýr“ yfir gjótur og læki, frá hríslu til hríslu. En sá er gallinn á, að ekki er hægt að byggja slíka brú nema einhver gola sje, því vindur J)arf að bera þráðinn þang- að, sem ferðinni er heitið. Þegar á að byggja brú, snýr köngulóin sjer undan vindinum, beinir aft- urbolnum upp á við og spinnur af alefli. Brátt myndast langur silkiþráður, og er annar endinn fastur í spunavörtum dýrsins en liinn berst laus út í geiminn að óþektu marki. Loks festist liann, og dregur köngulóin þá inn til sín af ])ræðinum, uns hún er Jsess fullviss að endinn er vel fastur svo óhætt sje að nota brúna. Á haustin þegar kjörin fara að versna gera margir köngulóarung- ar sjer þræði, sem verða svo lang- ir og ljettir að þeir taka nngann á loft og bera hann feikilangar leiðir. Talið er að köngulær geti borist á þennan hátt alla leið yfir Atlantshafið frá Suður-Ameríku til Afríku. Þegar köngulóin finnur að fluga er í netinu, hleypur hún þegar til og lieggur bráðina banasári með bitkrókunum, og kemur eitrið henni þá að góðu lialdi. Hún sýgur nú alt ])að úr flugunni, sem æti- legt er, svo ekkert er eftir nema vængir og húð þegar máltíðinni er lokið. Geti hún ekki torgað allri flugunni í einu, vill hún þó tryggja sjer hana sem birgðir til seinni tíma og spinnur því um hana hjúp. Margar köngulær ráð- ast elcki strax að bráðinni, heldur spinna fyrst um þær hylki til þess að þeim takist ekki að flýja og drepa þær síðan og eta. Hvað innri byggingu köngu- lónna snertir skal þess getið, að út frá maganum ganga mjög lang- ir pokar, einn út í hvern fót. í þessa poka getur safnast mikil forðanæring, en köngulóin hefir einnig annað búr, því að mikið af ]>eirri fæðu, sem meltist, verður að fitu, sem safnast utan um líf- færin undir liúðina, og sýnast þar livítir blettir utan á dýrinu, ef húðin er gagnsæ. Mjög einkennilegt er ástalíf köngulónna. Karldýrið er vana-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.