Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 3

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 3
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1331 17 Trjáblað ár surtarbrandslögam. Mynd þessi er af steingerðu hlyn-blaði (Acer rubrum) frá Tröllatungu í Steingrímsfirði. Er mikið af slíkum blöðum og öðrum fleiri blaðtegundum af suðrænum trjátegundum í árgili skammt frá bænum. Blöðin eru dökk, en leirsteinninn, sem þau finnast í, er ljósleitur. Eru því blöðin að sjá sem fagrar myndir í leirsteininum. Ofan á leirlögunum eru útflatt- ir trjábolir, sem orðnir eru að surtarbrandi, en efst háir blá- grýtishamrar. — Það eru liðnar milliónir ára síðan blöðin, sem hér liggja grafin, voru græn og blöktu á lifandi trjágreinum. Þá hefir land vort verið vaxið suðrænum skógum, og loftslag- ið jafnast á við það, sem nú er suður í Mið-Evrópu. Það eru þessi steingerðu blöð, sem fræða okkur um þetta, því að eng- inn maður var þá á jörðinni, til að rita sögu þeirra tíma. Trjá- blöð, þessu lík, hafa fundist á 16 stöðum hér á landi í leirlög- um með surtarbrandi. Fann Eggert Ólafsson fyrstur slík blöð á Brjámslæk á Barðaströnd, um miðja 18. öld. Myndin hér á undan getur verið leiðbeining handa þeim, sem leita vilja að slíkum blaðleifum í surtarbrandslögum. — Safn af slíkum blöðum er mikilsverður fengur fyrir Náttúru- gripasafnið, og hver nýr fundarstaður getur verið til aukins fróðleiks í jarðfræði landsins. G. G. B. 2

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.