Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1931, Side 12

Náttúrufræðingurinn - 1931, Side 12
26 NÁTTÚRUFR. gruggaðist, eins og einhver skepna væri þar á sveimi, og safn- aðist froða á vatnsflötinn. Taldi hann víst, að nú myndi skrímsl- ið koma í Ijós. í sömu svifum virtist honum sem allstórum timburdrumb skyti upp í froðunni. Brá hann þá skjótt við, náði í tvo menn og bát, og reri út á vatnið, þar sem ókyrrðin hafd verið, En það var um seinan. Vatnið var að vísu enn gruggað og bólur komu upp við og við, en að öðru leyti var vatnið orðið kyrrt, og önnur vegsummerki horfin. Reru þeir þá í land aftur. Er þeir voru á leið heim til sín, sáu þeir, að vatnið tók aftur að ókyrrast skammt fyrir framan skipa- bryggju, er þar var í nánd. Byrjaði vatnið að ólga, og jókst •ólgan skjótt. Eftir augnablik voru þeir komnir fram á bryggj- una. Voru þá svo mikil boðaföll þarna í vatninu, að þeir töldu víst, að smábátur myndi hafa fyllst, ef hann hefði verið þar sem ólgan var mest. Loks skaut stóru, dökkleitu flykki upp í vatnsrótinu, að stærð og lögun líkt og stór bátur á hvolfi. Það ruggaði stutta stund í vatnsborðinu og tók svo að smásíga nið- ur, en lá kyrrt, er öldurótinu slotaði. í sömu svipan stukku þeir í bátinn og reru að ófreskjunni. „En hvað vér urðum forviða“, — segja þeir í lýsingu sinni —, „er vér komumst að raun um, að þetta var ekkert óþekkt dýr eða skrímsli, heldur saman flétt- aðar, hálfrotnaðar jurtaleifar, barrnálar, sprek og trjákubbar og ýmiskonar grugg og leðja úr botninum“. Þetta flykki var all- mikið ummáls og svo þétt fyrir, að þeir gátu stungið ár fastri í það, og reyndu á þann hátt að ýta því að landi. En það var svo þungt fyrir, að það tókst ekki. Þeir rótuðu því í sundur með firunum, eftir því sem þeir gátu, og sáu þá, að allt var það samsett af samskonar efnum og áður er getið. Þeim varð þegar ljóst, að hér væri eigi neinskonar dýr með að starfi. Það, sem upp kom, hlaut að vera ýmiskonar jurtaleifar, leir o. f 1., sem safnast hafði á vatnsbotninn, og losnað skyndilega úr botni við nokkurskonar sprengingu. Fróðir menn í Noregi þóttust þegar geta gefið fulla skýr- ingu á þessum fyrirburði. í jurtaleifum, sem rotna í vatni, þar sem venjulegt andrúmsloft kemst treglega að, myndast ýmsar léttar lofttegundir (,,mýragas“). í grunnum mómýra- tjörnum sjást oft bólur af slíkum lofttegundum koma úr botn- inum upp á yfirborðið. — Þegar lofttegundir þessar safnast saman af einhverjum ástæðum í vatnsbotninum, og komast ekki burtu, geta þær orðið svo aflmiklar, að þær að lokum Josi allstórar torfur eða flár af jurtaleifum úr vatnsbotninum,

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.