Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 16
30 NÁTTÚRUFR- þröst og starra í Vestmannae^^jum, og gat hann gefið mér þessar upplýsingar: 1. Um starrann. Eftir nýjárið 1920 eða 1921 sáust fjórir starrar í Vestmannaeyjum, og voru þmr þar síðan megnið af vetrinum. Yfirleitt hefir starrinn sézt' annað kastið í Vest- mannaeyjum, allt að því árlega, að minnsta kosti síðustu ár- in. Hann er vanur að koma í janúar, en fara aftur í maí, og sjást fuglarnir vanalega daglega síðari hluta vetrar. Oftast nær eru þessir vetrargestir 6—10 að tölu. 2. Um svartþröstinn. Árið 1922 man Gísli fyrst eftir að hafa séð svartþresti. Frá því í janúar og fram í maí voru daglega tveir í hríslunni, sem er í garðinum hans, en þeim lynti mjög illa við starrana, en höfðu sjálfir yfirhöndina. Endrarnær hefir Gísli víst ekki séð svartþröst, nema þennan,. sem eg sá. Eftir lýsingum Gísla, hafa þessir tveir svartþrestir, sem sáust 1922, verið karlfuglar, og karlfugl var þessi, sem var þar í vetur. Það má telja líklegt, að nokkrir starrar hafi sézt hér að, og verpi hér eitthvað á sumrin, en flýji úr landi, þegar snjóa fer að þyngja á veturna, og flæmist þá til Vestmanna- eyja. Væri það ákaflega æskilegt að fá upplýsingar um þetta, ef einhver af lesendum blaðsins þekkir þessa fugla, og hefir veitt þeim eftirtekt síðustu árin. Starrinn og svartþrösturinn eru auðþekktir frá öðrum fuglum, sem hér sjást. Báðir eru þeir á stærð við algengan skógarþröst, svartþrösturinn er eitt- hvað dálítið stærri, en starrinn er lítið eitt minni, og báðir virðast í fljótu bragði alsvartir á lit. Þegar fuglarnir sitja, er starrinn auðþekktur á því, að hann hefir svart, frekar stutt nef, stutt stél, og slær eins og- málmcjljÓM á hann allan, en þegar betur er aðgætt, sést, að rend- ur fjaðranna eru flestar ljósar, svo fuglinn virðist stundum skína í öllum litum, þegar sólin skín á hann. Svartþrösturinn er alveg- hrafnsvartur, en ekki gljáandi; hann hefir frekar langt, gu.lt nef, og langt stél. Á flugi eru þessar tvær tegundir auðþekktar hvor frá annari á því, að vængir starrans virðast oddmyndaðir að framan, en vængir svartþrastarins bogadregnari. Svo er starrinn allur styttri, sérstaklega er stélið sýnilega styttra en. á svartþrestinum. Á. F.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.