Náttúrufræðingurinn - 1931, Qupperneq 8
54
NÁTTÚRUFR.
0,5°, 4,7°, 2°, 2° og 3,5°. Lágmarksmælir sýndi -f- 2,1° og
3,5° í þau tvö skifti, sem eg er nokkurn veginn viss um,
að ferðafólk úr Reykjavík hefir ekki hreift hann og truflað.
Eftir þessum tölum að dæma, er hitamunur dags og nætur
ekki mikill, og miklu minni en vant er að vera upp til fjalla.
Veldur því sennilega þokuhjúpurinn, sem fjallið sveipast
nærri því á hverri nóttu. Hann hindrar hitaútgeislun á næt-
urnar. Annars er rétt að taka það fram, að þann tíma, sem
eg var þarna í nágrenninu, var óvenjumikil rosatíð um þessar
slóðir, og fyr í sumar sást Hekla skýlaus dögum saman. I fyrra
sumar hefir hún víst eins oft (eða oftar) verið þokulaus og
með þoku. —
II. Hekluhraun.
Hér ætla eg að fara fljótt yfir sögu og geta iauslega um
nokkur af hraununum, sem eg hefi markað á uppdráttinn. Eg
byrja nyrzt og austast og geng á röðina til útsuðurs, fyrst aust-
an Heklufjallgarðsins og síðan vestan.
Yngst af öllum hraunum í nágrenni Heklu eru þau, sem
mynduðust við gosið árið 1913. Eldurinn kom upp á tveimur
stöðum, hjá Lambafit og Mundafelli. Vafalaust eru þó báðar
eldstöðvarnar á sömu sprungunni, þó að langt sé á milli og
stefna gígaraðanna jafnvel ekki nákvæmlega eins á báðum
stöðunum, eins og sjá má á uppdrættinum. Bæði hraunin eru
gróðurlaus með öllu og dökkbrún að lit. Hjá Lambafit eru
tveir aðalgígir uppi í hæðunum, sinn hvorum megin með Hell-
iskvísl. Úr hinum nyrðra og stærra er megnið af hrauninu
runnið. Hann er uppi í hlíð, sunnan undir háum kletti. Vestur
úr honum liggja hrauntraðir ofan brekkuna og neðst í henni
stendur lítill móbergsás upp úr hrauninu. Hraunið hefir svo
breiðst út yfir gömul hraun fyrir neðan, og stíflað Helliskvísl,
sem áður rann hér norður með hlíðinni, norður í Tungnaá. Nú
myndar hún stöðuvatn ofan við hraunröndina. Það er afrennsl-
islaust ofanjarðar, jafnvel í vorleysingum, en stendur mis-
jafnlega hátt, eftir vatnsmegni árinnar. Ilelliskvísl kemur að
mestu leyti sunnan úr Rauðfossafjöllum og Torfajökli, og er
jökullituð. Hún hefir myndað óshólma við vatnið og fyllir það
smám saman upp. Hún kemur nú ekki fram aftur í gamla
farveginum sínum fyrir norðan hraunið. Syðri aðalgígurinn er
á brekkubrún sunnan við ána. Þaðan hefir runnið hraun ofan
hrekkuna og einnig stíflað ána, ásamt hrauni, sem upp hefir