Náttúrufræðingurinn - 1931, Síða 11
NÁTTÚRUFR.
57
safnast fyrir í blóðinu og berst burt með þvaginu ónotaður, en lík-
aminn sýkist og líður skort. — Þetta nefna menn sykursýki. —
Einkenni sjúkdómsins eru þau, að sjúklingurinn er mjög þorstlát-
ur og síhungraður, hann megrast mjög, og verður mjög magnlítill,
þvagið eykst og í því er að staðaldri talsvert af sykri, og sykur-
magnið í blóðinu eykst mjög.* Síðan koma til sögunnar ýmsir auka-
sjúkdómar, t. d. meltingarkvillar, tæring, nýrnabólga, æða-
kölkun og fleira.
Nafnkunnur enskur læknir Thomas Willis lýsti fyrst sjúk-
dóm þessum (1674) og getur hann þess að þvag slíkra sjúk-
linga sé sætt á bragð.
Síðan Thomas Willis lýsti sjúkdómnum hafa læknar
og líffræðingar fengist við að rannsaka hann, bæoi eðli hans
og einkenni og leita eftir orsöltum hans. Er fram liðu stundir
fundu menn miklu betri tæki og hentugri aðferðir til rann-
sóknanna. Menn fundu t. d. miklu hentugri og miklu nákvæmari
aðferðir til að ákveða sykurmagnið í blóði og þvagi, og þurftu
eigi að nota bragðfærin til slíks eins og Willis.
Síðla á 19. öldinni komust menn að þeirri vissu, að bris-
kirtillinn væri í nánu sambandi við sjúkdóm þenna. Briskirill-
inn er, svo sem kunnugt er, í kviðarholinu bak við magann.
Er kirtill l>essi sérstaklega mikilsverður fyrir meltinguna í
þörmunum. Hann er í raun og veru samsettur af tvennskonar
kirtilvefum. Sá hluti hans, sem gagnar meltingunni, er sam-
settur af kirtilpípum er sameinast í eina leiðslupípu, er vökvi
rennur eftir frá kirtlinum inn í þarmana. — Á víð og dreif
innan um þennan kirtilvef er að finna smáar selluþyrpingar,
sem er nefndur Langerhans-eyjar (eyja = insula á latínu, l>ar
af er dregið nafnið ,,insúlín“), eftir Þjóðverjann Paul Langer-
hans (f. 1849), er fyrstur lýsti vefum þessum (um 1870). —
Engar sérstakar leiðslur liggja frá þessum selluþyrpingum, en
þær eru í nánu sambandi við háræðanet frá blóðrásinni. Þær
teljast því til hina svokölluðu lolcuðu kirtla, er gefa frá sér efni
eða vökva beinleiðis í blóðrásina.
Minoivski og V. Mering í Strassbourg sönnuðu það 1889, að
sykursýkin væri bundin við briskirtilinn. Þeir námu burtu bris-
kirtilinn úr tilraunadýrum; kom þá í ljós, að ]>au dýr, sem lifðu
af slíka skurði, fengu sykursýki. — Á öðrum dýrum gerðu þeir
þá tilraun, að festa og græða parta af briskirtlum undir húð
* í heilbrigðum manni er sykurmagn blóðsins um 0,9%.