Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1931, Qupperneq 13

Náttúrufræðingurinn - 1931, Qupperneq 13
NÁTTÚRUFR. 59 mörgum hundum, og slátruðu þeim 10 vikum síðar. Þá voru bris- in rýrnuð svo, að lítið var eftir nema Langerhans-eyjarnar. — Þeir söxuðu þessa kirtilvefi í smátt, og hrærðu þá saman við saltvatn (0,9% salt), og fengu á þann hátt vökva, sem dregið hafði í sig efni úr kirtilvefnum. Notuðu þeir vökva þennan til tilraunanna. Til undirbúnings höfðu þeir tekið bris úr nokkrum hundum, og höfðu hundarnir ]>ar af leiðandi fengið sykursýki, og sykurmagnið aukist mjög í blóði þeirra. — Þeir dældu 5cm:i af tilraunavökvanum inn í sykursjúku hundana. I fyrsta sinn dældu þeir ]iví í æðar, síðar inn undir húðina. — Árangurinn varð sá, að sykurmagn blóðsins minnkaði og komst i eðlilegt horf. En þ'að jókst aftur, er leið frá inngjöfinni, og varð þá að end- urnýja inndælinguna. Nú var að ])VÍ komið, að reyna meðal ]>etta á mönnum, og fá það svo úr garði gert, að ]>að þyldi geymslu, og ennfremur, að í því væru engin aukaefni, er væru sjúklingunum til skaða, t. d. eggjahvítuefni, sem sýkir, sé því dælt inn í æðar eða hold. — Bqnting notaði í fyrstu bris úr ófæddum kálfum til tilrauna á mönnum, því að meltingarvökvar brisins voru ]>ar ekki komnir til sögunnar, og safi Langerhanskirtlanna því hreinastir. Það reynd- ist svo, að vínandi leysti vel upp hin læknandi efni í brisnu og dró þau greiðlega úr kirtirfrumunum, en tók lítið í sig af eggja- hvítuefnum. Með því að sýra vínandann, mátti að miklu leyti draga úr skaðvænum áhrifum meltingarvökvanna í brisinu, svo vinna mátti meðalið úr brisum full])roska dýra. Með þessu og öðrum fleiri krókaleiðum tókst að framleiða sykursýkismeðal úr brisum, sem var sæmilega hreint, og síaðir úr allir sýklar. Meðal þetta reyndi svo Banting á sykursjúkum mönnum. Árangurinn varð sá, að sjúkdómseinkennin hurfu, sykurinn hvarf úr þvaginu, sykurmagn blóðsins komst í eðlilegt horf, og sjúkl- ingunum batnaði. Banting hafði að miklu leyti náð settu marki: Nefndi liann meðal þetta insúlín. — Þó voru enn ýmsir gallar á meðalinu. Það var enn eigi hættulaust með öllu, og lék enn á lausu með styrkleika þess til lækninga. — En smám saman tókst honum og öðrum að bæta úr þeim annmörkum, svo að meðalið varð örugt og hættulaust til lækninga. — Eftir tveggja ára ó- slitnar tilraunir, var hægt að nota meðalið til reglulegra lækn- inga á aðalspítalanum í Taronto, og brátt var farið að beita því til lækninga víðar í Ameríku, og í ársbyrjun 1923 var ítarleg skýrsla birt um árangurinn. Árangurinn varð glæsilegur. Horaðir og máttlausir sjúkl-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.