Náttúrufræðingurinn - 1931, Side 14
60
NÁTTÚRUFR.
ingar, sem eigi gátu reist höfuðið frá koddanum, er læknar,
samkvæmt venjunni töldu, að sýkin myndi leiða til bana á fá-
um mánuðum, ]>eir réttu við eftir fáa daga, og höfðu náð sér
að mestu eftir fáa mánuði. — Meðfylgjandi mynd er af 10 ára
dreng sykursjúkum, sem verið hafði sjúkur 4—5 ára og var
orðinn máttvana. Fyrri myndin, til vinstri, er af honum áður
er reynt var við hann insúlín, sú til hægri er tekin af honum
eftir 4 mánaða insúlínnotkun. Þá vóg hann allt að helmingi
meira en áður, leið vel, og var farinn að leika sér með öðrum
drengjum.
Brátt varð mikil eftirspurn eftir insúlíni, því margt manna
í heiminum þjáðist af sykursýki. En sýkin er ]>ó mjög mistíð
á meðal ]>jóða heimsins. Hér á landi er hún talin fágæt, í Þýzka-
landi mjög algeng, — í Danmörku einni voru þá taldir 1000
sjúklingar sykursjúkir, er hlotið gátu mikla heilsubót af ]>essu
meðali, og fyrir marga þeirra var insúlínið til bjargar frá dauða.
Banting og félagi hans notuðu ekki uppgötvun sína sem
féþúfu. Þó tóku þeir einkaleyfi á meðalinu í mörgum löndum,
en framleiðsla þess í þeim löndum var falin opinberum nefnd-
um, er sáu um, að áreiðanlegar meðalaverksmiðjur framleiddu
]>að sem bezt að gæðum og sem ódýrast. Með þessu var girt
fyrir, að okrað væri á lyfinu, og tryggt, að nægilega. mikið
væri framleitt af ]>ví. Víða er insúlínið nú framleitt úr bris-
kirtlum svína og nauta, en það má einnig framleiða það úr bris-