Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 4

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 4
66 NÁTTÚRUFR. um í ElliSavatn. Er enn óreynt, hver árangur muni af því verða. — Hann hefir flutt bleikju úr Þingvallavatni í Elliðavatn, og veiðast þar nú bleikjur 214 kg. að þyngd. Sumarið 1929 fékk Rokstad 4 silfurrefi (tvenn hjón) frá Noregi. Voru það þeir fyrstu, er komu hingað til lands. Silfur- refirnir eru ættaðir frá N.-Ameríku (Alaska). Þeir eru nokkru stærri en íslenzkir refir, líkir að lit en vindhárin eru silfurgrá, ljósari en þelhárin á belgnum, og hárin á enda rófunnar eru jafn- an hvít. — Þeir æxlast og tímgast greiðlegar í girðingum en óvaldir íslenzkir refir, en eiga að jafnaði færri yrðlinga. Refirnir, sem Rokstad keypti, kostuðu 1500 kr. hver (6000 kr. allir). Þeir þrifust vel og vorið eftir áttu önnur hjónin 7 yrðlinga, en hin 4, og komust allir á legg. Voru 7 af þeim læður. — Um haustið seldi hann 7 yrðlinga, hvern á 1500 kr. (10500). En 4 hjónum hélt hann eftir sem bústofni handa sjálfum sér. Nú í vor hafa þrenn hjón eignast 4 yrðlinga hvert, en ein eignuðust 5 yrðlinga og drápust tveir af þeim, vegna ónæðis, er refirnir urðu fyrir á þeim tíma, er læðan lagði. Hverjum hjónum ætlar Rokstad girtan reit, 60m2 (4 + 15 m.) að flatarmáli. Þriðji hluti hans er afgirt handa steggnum fyrir og eftir þann tíma, er læðan leggur. Hefir hann þar sér klefa til íbúðar. Reiturinn er umgirtur af vírneti 2 m. háu frá jörðu. Auk þess nær netið y% m. í jörðu niður, og er neðri jaðar þess beygður inn á við, svo að hann liggur láréttur í jörðinni 1/2 meter inn frá aðalgirðingunni. Er það vörn gegn því, að refirnir grafi sig út undir netið. Efni og annar kostnaður við að koma upp slíkum girðingum, hefir orðið um 300 kr. hjá Rokstad, þar af kcstar vírnetið 150 kr., hitt vinna við uppsetningu netsins og fleira. í girðingunum eru kassar með klefum fyrir refina að búa í og sofa. Eru sumir klefarnir fóðraðir innan til skjóls að vetrin- um. Standa þeir á stólpum 44—V2 m- frá jörðu, svo að eigi er hætt við vatnsrensli eða raka frá jörðu í klefana. Utan um þessa girðingu er önnur girðing, miklu víðari. Er hún jafn há og gengið frá henni á sama hátt, nema efri jaðarinn er beygður inn 50 cm., svo eigi sé hætta á að refirnir komist út yfir hana. — Þessi ytri girðing er til þess, að refirnir verði fyrir minna ónæði af umferð og forvitnum heimsækjendum, og til frekara öryggis gegn því, að refirnir sleppi. — Á afskektum og rólegum stöðum munu refirnir hafa fullt næði, þó aðeins sé ein girðing. Nágranni Rokstads fékk í fyrra refhjón hjá honum og

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.