Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 15
*ÍÁTTÚRUFR. 77 Korpönd. Nýr gestur á íslandi. Eg brá mér út í Engcy 29. maí, til að kynnast æðarvarpinu og taka myndir af fuglinum, meðan varplandið væri fullskreytt «.f æðarblikum. Sá eg þá í varplandinu fugl einn, einkennilegan, c-i' eg aldrei hafði séð áður. Það var önd á stærð við æðarfugl, al- svört, nema spegillinn í vængjunum var hvítur, og hvítur blettur í vöngunum meðfram augunum neðanverðum, og lítið eitt aftur fyrir þau og upp með þeim að aftan. Eg komst nærri fuglinum or gat vel athugað hann í góðum kíki. Sá eg, að regnbogahimnan í augunum var hvít. Nefið var rauðgult eða gult. Fæturnir grá- leitir með dökkum fitjum. Samkvæmt fuglalýsingum, er eg fletti upp í, þegar á land kom, er þetta andarbliki af tegund þeirri, sem heitir á latínu Oidemia fusca L. (á sænsku: Svata, norsku: Sjöorre). Hún er náskyld svonefndri hrafnsönd (Oidemia Jiigra (L)), sem er algeng við Mývatn. Önd þessi er algeng í N.-Evrópu, en hefur ekki fyr sézt hér á landi, og ekki heldur á ■Grænlandi. Verpur hún víða við fjallavötnin í Noregi og Svíþjóð. Fuglinn í Engey er bliki, og fylgir honum engin kolla af hans iyni. Eru kollurnar svipaðar æðarkolíum, en rnikiu dekkri. Bliki þessi í Engey hefur tekið tryggð við æðarkollu, sem er orpin og á 3 egg. Þá daga, sem eg hefi athugað hann í eyjunni, sat hann stöðugt við hreiður hennar, eins og venja er um æðarblika. Þó hann færi um stund frá hreiðrinu, vegna þess að eg kom svo nærri því, þá var hann óðar kominn þangað aftur. Varði hann hreiðrið fyrir öðrum fuglum, og réðist á æðarkollur, sem voru nærgöngular, goggaði þær með nefinu og flæmdi þær burtu. — Enginn æðarbliki sat við hreiður þetta; hafði þessi aðkomufugl þar einn húsbóndasætið. — Hér gæti verið um tvennt að ræða, að bliki þessi og æðarkollan hafi makast, og í eggjunum í hreiðr- inu felist bastarðar, eða þá, að gestur þessi hafi tekið tryggð við kolluna eftir að hún var orpin. Þykir mér það líklegra, því að Bjarni bóndi í Engey sá þennan aðkomufugl fyrst í varpinu nokkrum dögum áður en eg kom þangað fyrst. 29. maí voru kom- in 3 egg í hreiðrið og 31. maí voru eggin jafnmörg. Hefir þvi kollan verið fullorpin. Annars bað eg Bjarna að hafa gætur á, þegar kollan leiddi út, og athuga, hvort ungarnir væru nokkuð írábrugðnir æðarungum. Á Norðurlöndum verpir andartegund þessi mjög seint, síð-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.