Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 17

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 17
NÁTTÚRUFit. 79 Við aðfallið kemur sjórinn með allstríðum straumi úr upp- sprettunum, og er vatnsmegnið talsvert mikið. Sjórinn er tær og hreinn í uppsprettunum. Stöku sinnum hefi eg þó séð mar- flær í sjónum í laugarhúsinu; þær voru dauðar, en heilar og óskaddaðar, eins og þær væru nýdauðar, og hefðu látið lífið á leiðinni í gegnum hraunið. Af hraðstreymi sjávarins úr upp- sprettunum um aðfallið, virðist mega ráða, að sjórinn hafi greiða rás í gegnum hraunið. Á þeirri leið hitnar hann allt að því um 20 stig. Sjór sá, sem fyrst kemur inn um aðfallið, er lítið eitt hlýrri en síðar á aðfallinu. Stafar það líklega af því, að sjórinn,. sem kemur með fyrsta rennslinu, hafi staðið lengur í hrauninu,. þar sem hitastöðvarnar eru. Skammt frá laugarhúsinu er ylur í sprungum í hrauninu, vottar fyrir gufum niðri í sprungunum. Sýndi hitamælir þar 20 stig. Annaðhvort mun sjórinn fá innrás- frá ströndinni um sprungur, eða um rásir milli hraunlaga. Geysir á Reykjanesi, sem er 13—1400 m. spöl frá sjó, hefir undanfarin ár gosið sjóðheitu saltvatni*, sem var eins salt eða saltara en sjórinn við ströndina. Orsökin til þess er án efa sú, að sjónum hafi verið opin leið neðanjarðar gegnum hraunin, frá ströndinni, inn að hverastöðvunum. Á Reykjanesi er jarðhitasvæðið minnst 3—4 ferkílómetrar. Víða á þessu svæði, í nánd við hverina, þar sem eigi sést gufa úr jörðu, og jörðin er þakin gróðri, er svo grunnt á hitanum, að- eigi þarf að stinga nema 1—2 skóflustungur niður til að ná 80 90° hita. Væri nóg rennandi vatn hér nærri, sem leiða mætti um jarðhitasvæðið, myndi mega hita hér vatn, er nægja myndt stórri borg til híbýlahitUnar. En hér í nánd er engin lækjar- sitra. Öll úrkoma hripar niður í gegnum hraunin og hraunsprung- urnar, og kemur hvergi fram aftur á yfirborði sem ferskt, renn- andi vatn. — Aðstreymi vatns neðanjarðar virðist aðeins mögu- legt úr sjónum, og þess gætir aðeins í Geysir og í leirhver þar rétt hjá, sem myndaðist 1919, og heldur hefir eflst síðan Geysii' hætti að gjósa. Allir aðrir hverir þar í nánd, eru gufuhverir Er Gunnuhver mestur þessara gufuhvera. Þeytir hann gufustrók- um með miklu afli í loft upp, og heyrist gnauð og dunur í blást- ursholinu eða gufurásinni neðanjarðar. Væri hægt að leiða vatn í hver þennan, myndi hann að öllum líkindum breytast í voldug- an goshver. Sjólaugin á Reykjanesi virðist ágætur stofn að baðstað. Væri Nú er hann hættur að gjósa.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.