Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 13
NÁTTÚRUFR.
75
víðast hvar háar og greinilegar. Það er þegar orðið vaxið þykk-
um mosa, og krækiberjalyng er að byrja að ná fótfestu í því
hér og hvar. Annar gróður er þar ekki til muna. Hraunið
er mjög illt yfirferðar. Enginn sandur eða aska hefir
fallið í það svo teljandi sé — því að Hekla hefir ekki gosið
síðan — og steinarnir liggja því lausir og óskorðaðir undir mos-
.anum og geta auðveldlega sporðrisið, ef á þá er stigið, og
hrunið ofan í gjár og gjótur.
Skammt frá suðurrönd þessa hrauns, sem síðast var um
talað, eru Rauðöldur, lítið eldfjall úr rauðu gjalli. Uppi á þeim
er allstór, skálarlagaður gígur, og suðvestan í þeim annar miklu
.stærri, opinn móti útsuðri. Þaðan hefir Svartahraun runnið. Efsti
hluti þess heitir Pæla, og má vera, að hún sé yngri en hitt hraun-
ið. Efrahvolshraun er ef til vill einnig frá Rauðöldum. Bæði
Efrahvolshraun og Svartahraun eru sumstaðar vaxin birkikjarri.
Fyrir austan Rauðöldur er Rauðölduhnúkur, 571 m. y. s. Báðum
megin við hann hafa fossað hraunstraumar vestur af hárri mó-
bergsbrún. Hún er í raun og veru ekkert annað en vesturbrún
Heklufjallgarðsins, sem hefir hér misst garðslögun sína, því að
Hekla hefir fyllt upp dalinn fyrir austan hann með þykkum
hraunum, unz loks hefir flóð yfir þenna lága kafla fjallgarðs-
ins. (Sjá myndina á undan greininni). Hinir yngstu af þessum
hraunstraumum eru mjög nýlegir. Milli Rauðölduhnúks og Botna-
fjalls eru Stóraskógsbotnar, en ])að nafn stendur of ofarlega á
uppdr. herf.r.
1 sundinu milli Selsundshrauns og Svartahrauns er allþykk-
ur jarðvegur austast og grösugar valllendisflatir, sem reyndar
eru að blása upp. Vestar, sunnan undir vesturenda Svartahrauns,
er jarðvegurinn þynnri og hér kemur í Ijós eldgamalt hraun,
sem nálgast það að vera helluhraun. Annars eru öll hraun, sem
eg hefi skoðað í kringum Heklu, ósvikin apall. í þessu flata
hrauni er sprunga eða gjá, sem kom í jarðskjálftunum 1912.
Hún er nú fyllt vatni. Stefna hennar er mjög nálægt því að
vera N-S og er það einkennilegt, hér á þessum slóðum. Suður
og vestur af Bjólfelli standa jökulöldur, með stórum ísnúnum
steinum, upp úr hrauninu. Þær mynda boga fyrir vesturendann
á Svartahrauni.
Kaupmannahöfn, 28. nóv. 1930.