Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 5
NÁTTÚRUFR. 67 hefir þau í einfaldri girðingu. Hafa þau eignast 5 yrðlinga, og una sér vel. Þessi 60m2 reitur er bújörð tófuhjónanna. Þar eru ])au lokuð inni árið um kring, og hafa ekki samneyti við tófur í nágranna- búum. Þangað er þeim færður maturinn. í febrúarmánuði, eða snemma í marz makast þær og gengur læðan með í ca. 52 daga. Læðan leggur síðast í marz eða apríl og þær yngri stundum ekki fyr en í maí. Steggurinn er skilinn frá læðunni 2—3 vikum áður en hún leggur, og er lokaður inni á reit sínum, þangað til yrðling- arnir eru orðnir 4 vikna, sér hann á meðan allt, sem fram fer heima hjá konu sinni. Meðan hún er að ala yrðlingana, smakkar hann varla mat, en er eins og á nálum og sífeldum hlaupum meðfram girðingunni, og síkallandi (gaggandi) heim til sín, eins og hann sé að spyrja, hvernig líði. Þegar hann heyrir ýlfrið í yrðlingunum, sést það greinilega að hann hefir ríka löngun til að sinna um þá og gefa þeim mat. Er það mikill fagnaðardagur, þegar honum er sleppt til fjölskyldunnar. Eftir það stjanar hann við yrðlingana með mörgu móti, slítur í sundur fyrir þá fæðuna og matar þá eins og dyggasta barnfóstra. Rokstad elur tófurnar og yrðlingana á fiski, hrossaketi, kinda- keti og hvalketi, fuglum og mjólk og yrðlingunum eru stundum gefin egg til matbætis. — Saltan mat þola refirnir ekki. Fæðis- kostnaður hjónanna beggja til samans hefir orðið um 200 kr. á ári, enda hefir hann orðið að grípa til þess að gefa þeim nýtt kindakjöt að sumrinu, meðan það var selt á 1 kr. pundið. — 1 sveit, þar sem selveiði er, fuglatekja eða fiskiföng, mundi fæðið verða mun ódýrara, því að egg, mjólk og nýtt ket er þar miklu ódýrara en hér í Reykjavík. Telur Rokstad líklegt, að fæðiskostn- aður á par myndi verða þar um 120 kr. á ári. Hver er svo arðurinn af þessum tófubúskap? Þar kemur tvennt til greina: Sala yrðlinga sem stofndýra, handa þeim, sem koma vilja á fót tófubúum, og sala skinnanna. Talið er, að hver tófuhjón eigi yrðlinga í ca. 10 ár, og fæði að meðaltali 3—4 yrð- linga á ári. Hingað til hefir verð stofndýra verið 1000—1500 kr. Er það álitlegur arður af bústofni, þó það sé í byrjun. — Að vísu má búast við að sala stofndýra minnki, þegar fram í sækir og tófuræktin hefir náð mikilli útbreiðslu. — Enn þá er mikil eftir- spurn eftir stofndýrum, og Norðmenn hafa í þessu, sem öðru verið fljótir til að átta sig, á þessu hagsýnismáli, og verið fljótari til en flestar aðrar Evrópuþjóðir að koma upp refabúum, og því notið mikils hags af stofndýrasölu. 5*

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.