Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 16
78
NÁTTÚRUFR.
ast í júní eða fyrst í júlí. Á hún oft 10—14 egg á stærð við æðar-
egg, hvítgul að lit.
Mér finnst bezt við eiga að velja önd þessari íslenzkt heiti í
samræmi við hrafnsandarnafnið, og sting því upp á, að hún verði
nefnd korpönd (korpur = hrafn, sbr. Korpúlfur = Hrafnúlfur).
G. G. B.
Sjóíaugm á Reykjanesí.
Sjólaug þessi er þegar orðin mörgum kunn síðustu árin, síð-
an ferðafólk fór að leggja leið sína út á Reykjanes. Þar geta
menn tekið bað í sjó, sem er álíka heitur og við baðstaðina á
Ítalíu og Suður-Frakklandi við Miðjarðarhaf. Þessar volgu
sjávaruppsprettur koma fram í hraunjaðri bak við Valahnúka-
möl, 1—200 m. frá sjó. — Þar hefir myndast mjótt lón bak við
malarkambinn, er hækkar í við flæði. 1 og við norðurenda þess
koma uppspretturnar fram. Streymir volgur sjór þar í lónið og
verður laugin þar 17—20° (C.) heit. Sunnar í lóninu er sjór-
inn mun kaldari, og í syðsta hluta þess, eigi heitari en sjórinn
við ströndina (ca. 10°). — Árið 1928 sprengdi Ólafur Sveinsson
vitavörður op á hraunið norðanvert við lónið, og kom þar niður
á volgar uppsprettur; gjörði hann þar þró í hrauninu, sem má
synda í um flæði og hálffallinn sjó, og þakti yfir, svo þar er
komið baðhús, sem nota má, hvernig sem viðrar.
í október síðastl. haust (6.) mældi eg hitann, bæði í laugar-
húsinu og aðaluppsprettunni í norðurenda lónsins. Er fyrsta
mælingin gerð, þegar aðfall var að byrja.
kl. 3 kl. 3,30 kl. 4 kl. 4,30
í laugarhúsi 28-28,1° 27,8' 27,5° 26,5°
í aðaluppsprettu í lóni 19,7° 20,1'
Þegar kl. var 4, var svo hátt orðið í lóninu, að eigi varð kom-
ist að aðaluppsprettunni til að mæla hitann. í dálitlu keri, ofan-
vert við grjótgarðinri, austanvert við lónið, var hitinn kl. 414
21° (C.), og í uppsprettu undan grjótstíg frá túnjaðrinum fram
á grjótgarðinn, 25°. Lofthitinn inni í laugarhúsinu var 17°, en
lofthitinn úti 5—6°. Því miður var selta sjávarins í uppsprett-
unum ekki mæld, en eg tel líklegt, að hún sé hin sama og í sjón-
um við ströndina.