Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 8
70 NÁTTÚRUPR. runnið ofan úr Vatnafjöllum og hverfa nú undir yngri hraun niðri í skarðinu. Hraunin liggja allsstaðar þétt upp að fjalla- hlíðunum og teygjast inn í hvern smádal eða gil utan í þeim. Fyrir sunnan Mundafell hafa hraun frá Heklu runnið alveg austur að Vatnafjöllum. Þeim hraunum hallar mjög til aust- urs, frá Heklu, og er skarðið því dýpst við í'ætur Vatnafjalla. Norðan til eru hraunin mjög sandorpin, þangað til kemur dálítið út í hraunið frá 1766—67. Norðurbrún þess er óviss. Hún hefir grafist undir foksandi og sandskriðum, sem koma með leysingavatninu ofan úr Heklu, þegar grunnt er á klakan- um og lækirnir ná ekki að síga niður í hraunið undir sandinum. Nokkur hluti, ef til vill mestur hluti, þessa mikla hrauns, kom úr gígnum við Höskuldarbjalla árið 1766 (samanb. bls. 52), en hefir síðar í sama gosi, líklega árið eftir, fengið viðbót úr gjánni íyrir austan Höskuldarbjalla, og loks virðist hraun hafa fossað hátt ofan úr suðurhlíð Heklu og sameinast hinni miklu hraunbreiðu fyrir neðan. Ekki sést fyrir upptökum þess hrauns; þau hafa grafist undir grjóti og ösku í Heklugosinu 1845. Fyrir neðan fjallið hefir hraunflóðið runnið áfram til suðurs og breiðst yfir stórt svæði. Það nær alveg upp að hlíðum Vatnafjalla, en lítið bratt móbergsfjall stendur upp úr hraunjaðrinum. Hraunið kvíslast um Trippafjöll. Hefir önnur kvíslin runnið fyrir norðan þau og nær vestur fyrir þau; en hin, sem er miklu meiri, held- ur áfram í útsuður, fram með Vatnafjöllum. Hvað hún hefir komist langt, þori eg ekki að fullyrða, en engin eiginleg hraun- brún verður fyr en við suðurenda Vatnafjalla, h. u. b. 310 m. y. s., á móts við Gráfell. (Gráfell er nafnlaust á uppdr. herf.r., en nafnið Gráfell stendur þar á nafnlausu fjalli miklu austar). Líkast til hefir hraunið frá 1766—67 komist alla leið þangað, en aðeins í mjóum straumi fram með Vatnaf jöllum. Vesturjað- ar þessa straums er mjög óglöggur ,eins og allir hraunjaðrar á svæðinu báðum megin Geldingafjalla. Sennilega hafa yngri hraunin brætt eða hálfbrætt hin eldri, sem þau runnu yfir, og þess vegna ekki myndað neinar brúnir. Á uppdrættinum hefi eg því markað þá hraunjaðra dauft, sem eru óvissir. Sennilega mætti ákveða þá miklu betur með nánari athugun. Hraunlengj- ,an næst Vatnafjöllum, ofan frá Trippafjöllum og fram á móts við Gráfell, er úfin mjög og ill yfirferðar. Þar er fjöldi af gjám, sem liggja eftir stefnu straumsins. Niðri í þeim er víða snjór <eða klaki, og sumstaðar vatn.. Allt hraunið er vaxið mosa neð-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.