Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1931, Qupperneq 11

Náttúrufræðingurinn - 1931, Qupperneq 11
NÁTTÚRUFR. 73 feikna vatnsflaumur fram eftir lægðinni, í Keldnalæk, og get- ur gert hann ófæran. Þá er þar aftur til að taka, er fyrr var frá horfið, við vest- urenda Nýjahrauns, undir Valahnúkum. Hér hafa fyrr runnið miklir hraunstraumar fram úr dalsmynninu og áfram í vestur. Upptök þeirra er sennilega að finna í feiknastórum gígum norð- austur af Hestöldu, eða gígunum, sem áður er getið um hjá Lambafit. Norðvestur af Hestöldu koma þau saman við önnur hraun, sem hafa komið sunnan frá Heklu, Rauðuskál og Skjól- kvíagígunum. Á hraunmótunum er lægð, samskonar og Sand- gil fyrir ofan Keldur. Er markað fyrir henni á uppdrættinum. Á þessu svæði eru hraunin mjög sandorpin, og sumstaðar vex dálítið gras í lautunum. Norður og vestur af Sauðafelli koma þau aftur saman við mikla hraunbreiðu, sem runnið hef- ir innan af afrétti niður með Þjórsá, fram fyrir austan Búrfell og síðan breiðst yfir hér um bil alla þá spildu, sem nú heitir Land eða Landsveit. Þar var hraunið áður allt hulið jarðvegi, en nú er hér um bil helmingur sveitarinnar blásinn upp og hraun- ið aftur orðið bert, en fjöldi bæja hefir lagzt í eyði og aðrir ver- ið fluttir. Austan undir Búrfelli rennur Bjarnalækur með vestri hraunröndinni og Ytri-Rangá kemur upp undan hinni eystri, en Þjórsá rennur eftir miðju hrauninu og hefir grafið sér heldur grunnt gljúfur eftir því, svo að farvegur hennar er mun hærra en farvegir Rangár og Bjarnalækjar. sinn hvorum megin. Er því ekki ólíklegt, eins og ýmsir hafa getið til, að vatn úr Þjórsá sigi niður í hraunið og komi upp aftur í Rangá eða Bjarnalæk, sé þá hið skollita jökulvatn orðið tært af því að síast gegnum hraunið. Rangá kemur upp í feiknastórum upp- sprettum undir hraunrönd og rennur aðeins örstuttan spöl frá allra efstu upptökum, áður hún verði stór á, óvæð nema á völdum brotum. Þetta virðist ef til vill í fljótu bragði benda til þess, að hún hljóti að fá eitthvað af vatnsmegni sínu frá Þjórsá. En ef betur er að gætt, er vatnasvið Rangárbotna og Suður- botna býsna stórt og á því er norðurhluti Heklu með sinni ein- lægu úrkomu. Einnig verður að taka tillit til þess, að Rangá vex aldrei að neinum mun fyrir ofan mynni Ófærugils. Hún af- vatnar vatnasvið sitt jafnt og þétt allan ársins hring. Þessu valda hraunin, sem vatnið verður að síast í gegnum, sumt óra- leiðir, áður það nái upptökum árinnar. Er það því mörgum sinn- um lengur á leiðinni, en ef það rynni í lækjum ofanjarðar. Rangá. /

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.