Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 3
Náttúrufr. - 32. árgangur - 4. hefti - 143—192. siöa - Iieykjavik, janúar 1963 Bergþór Jóhannsson: Þrír ættbálkar mosa Þeir, sem a£Ia vilja sér upplýsinga um íslenzku mosaflóruna, eiga varla um nema eina heimild að velja, en það er kaflinn um mosana eftir Hesselbo í safnritinu The Botany of Iceland. Nú eru meira en 40 ár síðan þessi ritgerð kom út, og á þeirn tíma hafa verið gerðar miklar breytingar á fræðiheitum mosategunda, syste- matískri niðurröðun og fyrri tegundir ýmist sameinaðar eða klofn- ar í sundur í tvær eða fleiri tegundir. Þetta veldur að sjálfsögðu þeim, er nota þurfa áðurnefnda ritgerð, talsverðum óþægindum. Nokkurra tegunda hefur verið getið héðan síðan þessi ritgerð kom út og getur verið afar erfitt að hafa upp á þeim öllum. Undanfarin ár hef ég safnað nokkru af mosum og reynt eftir beztu getu að nafngreina þá, og hef ég rekizt á allnokkrar nýjar tegundir hérlendis, en af ofangreindum ástæðum ætla ég ekki að geta Jjeirra allra hér, heldur hef ég valið Jjann kostinn að reyna að gefa yfirlit um hvaða tegundir hafa fundizt hér, sem tilheyra Jrrem ættbálkum mosanna. Þessir þrír ættbálkar eru ekki valdir vegna Jjess, að Jjar hafi orðið meiri breytingar en í öðrum ættbálk- um, Jrær eru hlutfallslega minni en í flestum öðrum, heldur af hinu, að mosarannsóknir eru ákaflega tímafrekar og mér hefur ekki unnizt tími til að ljúka greiningu á öllu Jrví, er ég hef safnað, en hef að mestu lokið við J^að, sem tilheyrir Jjessum ættbálkum. í þessum ættbálkum hefur miklu meira verið um að fyrri teg- undir hafi verið sameinaðar, en að jxer hafi verið klofnar í fleiri tegundir. Ég mun geta þess hér, ef tölusettar tegundir í Botany of Iceland hafa verið lagðar niður sem sjálfstæðar tegundir. Allra tölusettra tegunda í B.I. er getið hér, en þeim, er getið liafði verið héðan áður, en eru ekki taldar fullgildar í B.I., er sleppt, nema þær hafi fundizt hér síðan. Engan veginn er öruggt, að ég hafi haft upp á öllum tegundum, sem getið hefur verið héðan síðustu fjöru-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.