Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 8
NÁTTÚRUFRÆi) ÍNGURINN
150
tegundin ekki. Sýnishornið á safninu hér er einnig ranglega greint.
Tegundin hefur því ekki fundizt hér, enda tilvera hennar hér
mjög ólíkleg.
GRIMMJA LES.
Allar tegundir þessa ættbálks tilheyra sömu ættinni, Grimmiaceae.
Þessir mosar vaxa fyrst og fremst á steinum, flestir á þurrum stein-
um, en nokkrir á steinum í ám og lækjum, nokkrir finnast í snjó-
dældum og til heiða í nokkrúm raka, og af þessum ættbálki er
gamburmosinn, sem vex oft í hraunum í víðáttumiklum breiðum.
Tegundir, sem tilheyra þessum ættbálk, eru í Botany of Iceland
númer 74—93.
1. Schistidium maritimum (Turn.) Br. Eur. vex nokkuð víða
með sjó.
2. S. alpicola (Hedw.) Limpr. er allalgengur i ám og lækjum.
3. (?) S. agassizii Sull. et Lesq. er ekki getið í B.I. og ég hef held-
ur ekki fundið hann, en Meylan hefur getið hans héðan, frá Langa-
nesi.
4. S. apocarpum (Hedw.) Br. Eur. er mjög algeng tegund. Nr.
75 í B.I. er talin sem aðaltegund, en nr. 76 og 77 sem afbrigði af
henni.
5. Grimmia montana Br. Eur. er líklega mjög sjaldgæf. Þessi teg-
und er ekki talin í B.I., en Meylan nefnir hana og ég hef fundið
hana að minnsta kosti á einum stað.
6. (?) G. alpeslris Br. Germ. er í B.I. talin fundin á þrem stöð-
um og er til á Náttúrugripasafninu hér frá einum þeirra, en grein-
ingin er röng. Meylan nefnir þessa tegund héðan. Ég hef ekki
fundið hana svo öruggt sé. Þetta er mjög varhugaverð tegund og
hefur allmikið af því, er talið hefur verið til hennar, reynzt til-
heyra skyldum tegundum, svo sem G. montana, G. sessilana og G.
ovalis. Þó má telja frekar líklegt, að tegund þessi vaxi hér.
7. G. doniana Sm. er a. m. k. allvíða á SV-landi.
8. G. ovalis (Hedw.) Lindb. (G. ovata í B.I.) er líklega ekki sjald-
gæf á N-Iandi, er a. m. k. nokkuð víða við Eyjafjörð. Tegund þessi
er til á Náttúrugripasafninu hér, en ekki rétt greind, og er því
óvíst, hve mikið af þeim fundum, sem nefndir eru í B.I., tilheyra
raunverulega þessari tegund, og hve mikið tilheyrir þessari, sem
þar er talið til annarra tegunda.