Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 155 Trausti Einarsson: Nokkur drög að jarðsögu sjávarbotnsins kringum Island Jarðsaga íslands liggur að nokkru lcyti falin á botni sjávarins kringum landið. í fyrsta lagi er þar að geta landgrunnsins, sem er 50—100 km breiður kragi eða bekkur kringum landið. Það hefur sums staðar skýr ytri mörk á um það bil 200 m dýpi, þar sem tekur snögglega að halla greinilegar niður á dýpri sjó. Annars staðar eru mörkin óljósari, en þó tæplega neðar en á 300 m dýpi. Land- grunnið er að einhverju leyti myndað af framburði frá landinu, bæði nú og fyrr á tímum, en að nokkru leyti af því, að sjór hefur étið sig inn í landið við lága sjávarstöðu. í yfirborði grunnsins kynnu þá að finnast berglög eins og þau, sem landið sjálft er að mestu gert úr, en einnig harðnaður framburður allt frá fyrstu tíð landgrunnsmyndunarinnar. Sýnishorn af þeim framburði kynnu að geyma leifar sjávardýra, sem styðjast mætti við til aldursgreiningar, en það væri sérstaklega mikilvægt bæði fvrir jarðsögu grunnsins og landsins. Saga grunnsins og saga þurrlendisins eru samtvinnaðar. í öðru lagi er þess að geta, að í sumu tilliti er landið hluti af miklu víðáttumeira svæði, sem er að mestu þakið sjó. Á þetta einkum við að því er snertir jarðskorpuhreyfingar, en þær hafa yfirleitt náð bæði til landsvæða og hafsbotns. Saga landsins verður að þessu leyti að samrýmast sögu hafsbotnsins. í seinni tíð hefur mönnum orðið æ ljósara, að jarðsagan er að verulegu leyti falin á hafsbotninum og nokkrir jarðfræðingar hafa snúið sér sérstaklega að rannsókn hans. Kunnastir þeirra eru Banda- ríkjamaðurinn Shepard og Hollendingurinn Kuenen, sem báðir hafa ritað bækur um jarðfræði hafsbotnsins. Rannsóknir hafsbotnsins geta verið fólgnar í því að gera sem ná- kvæmust kort með bergmálsdýptarmæli af ójöfnum hans, þ. e. „lands- lagi“, eða með því að kraka upp sýnishornum bergtegunda, taka Ijósmyndir, kafa með súrefnistæki og skoða lögin á staðnum, þar sem því verður við komið, þ. e. niður á 100 m dýpi eða svo, með

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.