Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 14

Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 14
156 NÁT TÚRU F RÆ Ð1 N G U RIN N því að taka borkjarna úr mjúkunr botnlögum, en þá má fá allt að 20 m langa úti á reginhafi. Loks má kanna með tilbúnum jarð- skjálftabylgjum, segulmælingum, þyngdarmælingum og með fleira móti. I nágrenni íslands verður enn senr komið er að styðjast mest við dýptarkort, þar eð rannsóknir ná að öðru leyti skammt. Rækilegastar eru rannsóknir Bandaríkjamanna bæði við austur- og vesturströnd Norður-Ameríku, svo og á stórunr svæðum á At- lantshafi og Kyrrahafi. Við þessar rannsóknir hefur margt athyglis- vert komið í Ijós á síðustu árum, sem ekki aðeins hefur gikli á rannsóknarsvæðunum sjálfum heldur og víðar. Elztu setlög á sjávarbotninum virðast vera frá Krítartíma. Virðist svo senr brotið sé í blað með Krítinni, núverandi höf verði ekki rakin lengra aftur. Það er því fyrst og fremst saga þriðju og fjórðu jarðaldar (Tertier- og Kvarter-tínrans), sem skráð er i botnlögin. Á þeim tíma hefur jarðskorpan verið mjög ókyrr, fjallgarðar myndazt bæði á landi og sjávarbotni og stór svæði hækkað eða lækkað. Og loks er svo myndun landgrunna og ýmis mótun þeirra brot úr sögu þessa tíma. Hér verða fyrst raktir nokkrir almennir drættir með það í huga m. a., hvaða ljósi þeir kunni að varpa á sögu íslandssvæðisins. 1. Eldfjallakeilur og kóraleyjar. Á Kyrrahafi er mesti urmull af eldfjallakeilum, sem myndazt hafa við gos á sjávarbotni. Sumar hafa aldrei náð upp til yfirborðs sjávar, aðrar mynda eyjar, sem sjór hefur ekki náð að eyða, en einn flokkurinn eru keilur, sem á löngu liðnum tíma stóðu fyrst upp úr sjó, en eyddust þá ofan sjávar þannig, að eftir stóð flat- typptur keilustubbur. Nú eru þessir flötu toppar víða á mjög miklu dýpi. Þannig eru á svæði sunnan Aleuteyja, sem er um 1000 km í þvermál, um 10 slíkir keilustubbar og er meðaldýpi toppanna um 900 m, og vestur af Sandvíkureyjum er annað svæði, um 5000 km langt og allt að 2000 km breitt, þar sem meðaldýpi toppanna er um 1450 m. í nokkrum tilfellum hefur með hjálp dýraleifa tekizt að linna hvenær topparnir voru við sjávarmál. Var það í sumum tilfellum á Krítartíma, í öðrum á Míósentíma, þ. e. miðj- um Tertiertíma.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.