Náttúrufræðingurinn - 1963, Síða 15
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
157
Mikill fjöldi kóraleyja er þannig til orðinn, að kórall, sem að-
eins lifir á grunnsævi, hefur lilaðizt ofan á flattoppana jafnharðan
og þeir sigu í sæ. Þannig hafa 2 borholur á Eniwetok-eyju leitt í
ljós, að kórallaþykktin ofan á hraunlögum er 1260 m og 1380 m,
og dýraleifar í borkjörnunum sýna, að upphleðsla kórallanna er
búin að standa yfir frá því snemma á Tertiertíma (Eosen), eða
um 50—60 milljónir ára.
Hinar flötu keilur sýna þannig, að hafsbotninn hefur verið að
síga allt frá Krítartímanum. Þetta á þó ekki við um allan Kyrra-
liafsbotninn, því þessi flokkur eldfjalla er aðeins þekktur á vissum
svæðum. Það bendir til þess að ekki hafi verið um allsherjar sjávar-
borðsbreytingar að ræða, heldur svæðisbundin sig botnsins. Helztu
svæðin eru þó, eins og áður er getið, mjög víðáttumikil og í ljósi
þess verður að telja mögulegt, að sambærileg sig hafi getað orðið
á íslandssvæðinu, eða allt frá Grænlandi til Norðvestur-Evrópu,
þótt að sjálfsögðu verði að kanna þann möguleika sérstaklega á
sjálfu svæðinu áður en hægt væri að segja, að slíkt sig hal'i raun-
verulega átt sér stað. Sig á svona stórum svæðum er ekki auðvelt
að skýra, ef hið almenna flotjafnvægi jarðskorpunnar er haft í
huga, og þau verður að rökstyðja vel hverju sinni áður en þau
eru tekin sem góðar og gildar staðreyndir.
2. Midatlantshafshryggurinn.
Hugmyndir manna um aldur þessa mikla neðansjávarhryggjar,
sem liggur eftir miðju Atlantshafi endilöngu, hafa jafnan verið
óljósar og eru raunar enn. Yfirleitt mun hryggurinn þó hafa verið
talinn ungur og það byggt á hinum tíðu jarðskjálftum og eldsum-
brotum á honum. Þessar hræringar sýna auðvitað, að þarna er eitt-
livað að gerast, bæði upphleðsla nýrra eldgosaefna svo og brot og
misgengi. En þess ber að gæta, að fjallgarðarnir á vesturströnd
Norður-Ameríku eru engu ómerkara jarðskjálfta- og eldgosabelti
nú á tímum og eru þessir fjallgarðar þó að mestu leyti myndaðir
á Krítartíma og fyrra hluta Tertiertímans. Hér við bætist, að þver-
skurður af hryggnum er sláandi líkur að formi og stærð þverskurði
þessara fjallgarða, eins og Shepard bendir á, og hryggurinn er sízt
minni misfella á jarðskorpunni en þeir. Þegar það er svo loks haft
í huga, að núverandi fjallgarðar á jörðinni eru að langmestu leyti