Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 16
158
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
myndaðir frá því á Krít og til Míósentíma en lítið síðar, styrkjast
líkurnar fyrir því, að hryggurinn sé einnig í aðalatriðum þetta
gamall, aðeins smærri drættir séu yngri.
Island liggur á Miðatlantshafshryggnum og meginhluti alls bergs
hér eru hraun, sem runnu snemma á Tertiertímanum. Þetta gæti
bent til þess, að hin eldri berglög landsins beri að skoða sem einn
þáttinn í myndun hryggjarins, sem hefjist þá í upphafi Tertier-
tímans eða ef til vill í lok Krítar. Hafa ber þó í huga, að hliðstæð
hraunlög eru á Grænlandi, í Færeyjum og á Bretlandi.
3. Neðansjávardalir og gil.
Frá brún landgrunnsins liggja allvíða þröngir dalir niður aflíð-
andi hlíð (um 4° halli að meðaltali) niður í hafdjúpið, allt niður
á 1500—2000 m. Dalirnir hafa oft V-laga þverskurð með bröttum
hlíðum eða jafnvel lóðréttum veggjum og eru oft skornir í fast
berg. Þeir virðast í einu og öllu eins og þröngir dalir á landi,
gxafnir af ám. Helzt er að sjá, að þessir skorningar og dalir séu
mjög ungir eða frá jökultímanum, þar eð ætla mætti að þeir hefðu
ella fyllzt af framburði frá landi. Shepard áleit um tíma, að sjór
helði hlotið að lækka um eina 1500 m á jökulskeiðum ísaldar vegna
bindingar vatns í jöklurn, og dalirnir hefðu þá grafizt, en nú er
hann horfinn frá þeirri skoðun, enda verður að ætla, að sjór hafi
vart lækkað um meir en 100—200 m vegna vatnsbindingar í ísaldar-
jöklum.
Það hefur verið all-almenn skoðun, að grugg, sem er þyngra en
hreinn sjór og án efa rennur oft í straumum niður landgrunns-
hlíðar og allt út á mikið hafdýpi, liafi getað grafið dalina. En að
slíkir straumar liafi getað grafið þrönga dali í fast berg er óað-
gengileg skýring og Shepard dregur mjög í efa að hún fái staðizt.
í þess stað hallast hann nú að því, að dalirnir séu miklu eldri en
frá ísöld, ef til vill frá Míósen eða jafnvel enn eldri tíma, er sjór
gat hafa fallið mjög niður við þær strendur, sem einkennast af
dölum. Þótt þessi skýring sé heldur ekki sérlega aðgengileg er hún
athugunarverð. Með henni er í rauninni látin í ljós sú skoðun, að
neðansjávardalirnir hafi getað haldizt ófylltir mjög lengi og það er
í því sambandi sem Shepard telur, að gruggstraumarnir hafi getað
haft sérstaka þýðingu.