Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 17

Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 17
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 159 4. Landgrunnið. Á það var áður litið sem framburð frá löndunum og talið, að dýpi þess sýndi neðri mörk ölduhreyfingar, þannig að mestu öldur hreyfðu fínan leir niður að þessu dýpi og sópuðu honum út af brúriinni. Eftir þessari hugmynd ætti þá brún grunnsins að vera gerð úr leirlögum. Rannsóknir síðari ára hafa þó sýnt ljóslega, að þessu er engan veginn svo farið, heldur er brúnin oft ef ekki oftast gerð úr hörðu bergi. Og hin lausu setlög, sem hvíla utan tif á landgrunninu, eru ekki leir heldur sandur; leirinn, sem stiiðugt berst út frá landinu, setst miklu nær því. Þetta bendir til þess, að sandurinn utan til á grunninu sé eldri en leirinn nær landi eða frá þeim tíma, er sjór féll um 100—200 m á ísaldarskeiðum. Yfir- leitt eru einkenni landgrunnsins þau, að ljóst má telja, að það hefur mjög mótazt af lágri sjávarstöðu á ísöld, svo og sums staðar af jökl- um, sem gengu út á það. Af þessu dregur Shepard o. fl. þá álykt- un, að landgrunnið hafi étizt inn í strendurnar á þeim tíma, er sjór stóð lágt á ísöld. Þessa skoðun er þó erfitt að fallast á að öllu leyti. Landgrunnið er víða of breitt til þess að hægt sé að hugsa sér, að sjávarrof eitt hafi myndað það á þeim tiltölulega stutta tíma, sem sjálf jökulskeið ísaldatímans spanna yfir, en aðeins þá stóð sjór lágt á ísaldatímanum. í öðru lagi ætti landgrunnið samkvæmt þessari skoðun að liggja grynnra á þeim svæðum, sem þrýstust niður undan jökulfargi, en á hinum, en um slíkt samband virðist ekki vera að ræða. Loks gætu aðstæður við austurströnd Norður-Ameríku bent til þess, að landgrunnið sé í fyrsta lagi myndað af framburði út frá strönd og síðan af sjávarrofi við lækkaða sjávarstöðu, ef til vill í aðalatrið- um löngu fyrir ísöld. Skal þessi möguleiki athugaður nokkru nánar áður en lengra er haldið. Sjávarset frá Tertiertímanum þekja ræmu á austurströnd Banda- ríkjanna og má af útbreiðslu þeirra ráða, að sjór hafi annað slagið gengið inn fyrir núverandi strönd, en þó tiltölulega skammt. Set- lögin þykkna út frá ströndinni og ná mestri þykkt, 4—5 km, nærri brún landgrunnsins, en þynnast síðan eittlivað til hafs. Hefur þetta komið í ljós við seismiskar mælingar (tilbúnir jarðskjálftar). Þessi setlagaræma er í góðu samræmi við þá mynd, að á Krítartíma hafi myndazt þarna skörp mörk milli lands og sjávar. Það er út á og

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.