Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 19
NÁTTÚRUF RÆ ÐINGURINN
161
1. mynd. Þverskurður af landgrunni; skýringarmynd. Skástrikaða svæðið táknar
berggrunn, sem setlög liafa borizt út á og smám saman sveigt niður.. Gert er
r;lð fyrir að skipzt hafi á há og lág sjávarstaða meðan á framburðinum stóð.
Við lágstöðu mynduðust strandfletir (Ei .... E4), er við eftirfarandi hástöðu
þöktust seti. Núverandi landgrunn er hugsað sem slíkur strandflötur, ef til vill
frá lokum Tertiertímans, er þakizt hefur þunnum setlögum og orðið sums staðar
fyrir rofi á ísaldatímanum.
Fig. 1. Schematic section through a shelf. The rock floor is depressed under
the sediments; these are supposed to have been cul by strandplains (E\ .... E\)
at various times.
vel þannig, að þarna hafi fyrst orðið urnbrot, sem mislyftu spild-
um botnsins. Sumar hefðu getað staðið upp úr sjó og þá myndazt
breiðir strandfletir, en það var eyðing, sem nær eingöngu Færeyjar
stóðu af sér. Hliðstæð misgengi og eyðing hefðu orðið á hinu
þrengra íslandssvæði.
En á þessum slóðurn er ekki um svo rækilega botnkönnun að
ræða, að aldur grunnanna sé ljós. Við verðum þá á þessu stigi rnáls-
ins að gera ráð fyrir þeim möguleika, að sér í lagi íslenzka land-
grunnið megi rekja aftur til síðasta hluta Tertiertímans. Verður
nú reynt að prófa þessar hugmyndir með því að líta á landgrunnið
kringum ísland, þrátt fyrir það, að hér vantar tilfinnanlega botn-
könnun og nær eingöngu er við dýptarkort að styðjast. En það
kemur á móti, að málið skýrist nokkuð með samanburði við jarð-
fræði landsins.
5. Landgrunnið kringum ísland.
A. Heildardrœttir. Afstaða landgrunnsins til landsins sýnir, að
það er í aðalatriðum núverandi land, sem landgrunnið er tengt,
annaðhvort sem framburðar- eða sem eyðingarkragi eða hvort-