Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1963, Qupperneq 23

Náttúrufræðingurinn - 1963, Qupperneq 23
NÁTTÚRUFRÆ.ÐINGURINN 163 Fyrir öllu Vesturlandi er grunnið breitt, allt að 110 km norðan til. Brúnin er þar á 200 m dýpi, en um 300 m sunnan til, út af Faxaflóa. Fyrir Norðurlandi og Norðausturlandi er grunnið harla óreglulegt, mjög skorið sundur af álum. Um þessa og aðra ála eða neðansjávardali á grunninu verður síðar rætt. Meðalhalli á grunninu frá landi og út að brún er aðeins x/10— x/s°. Hinn almenni forbrekkuhalli, tæplega ll/2°, kemur vel heim við meðalhalla samsvarandi brekku framan við stórár nútímans (Shepard) og eðlilegt verður því að líta á meginhluta grunnsins eða að minnsta kosti ytri hluta þess sem framburð. Þetta á einnig við um SA-svæðið, þar sem fordýpi er minna en svo sem 600 m. Við meira fordýpi verður hallinn um 4° eða nrjög svipaður og meðal- lialli forbrekkunnar í heiminum (niður að 2000 föðmum; Shepard). Eðlilegasta skýringin er sú, að þessi aukni halli stafi af framhruni, enda bendir Shepard á, að framhrun sé algengt þar sem fordýpi er mikið. Er það og skiljanlegt, þar sem rnjög þykkt lag af fíngerð- um, óhörnuðum leir hlýtur að vera óstöðugt og skríður eitthvað, en ]rað veldur framhruni úr brekkunni. Annað atriði kynni og að liafa haft einhver áhrif, en það er Golfstraumurinn, sem streymir með talsverðum hraða vestur með landinu. Hann gæti hafa flutt með sér fínasta leirinn áður en hann botnféll. Grunnið væri þá gert úr grófara efni, sem myndaði brattari brekku. í þessu sam- bandi kæmi það til greina, að hin mikla breidd grunnsins fyrir Vesturlandi stafaði af aðfluttu efni austan frá. Mjótt landgrunn er sums staðar skýrt á þennan hátt með áhrifum sterkra strauma, t. d. við Flóridaskagann. Á hinn bóginn er mjög vafasamt, að hinn óvenjumikli bratti for- brekkunnar fram af Mýrdalnum, svo og hin snöggu umskipti yfir til miklu minni bratta fram af Eyjafjöllum, verði skýrð á þennan hátt. Hér virðist óhjákvæmilegt að reikna með sérstökum staðbundn- um orsökum og þá einkum misgengi, enda kæmi slíkt ekki á óvart á svæði, sem er framhald af aðal eldgosa- og umbrotabelti landsins. Af framangreindu virðist mega draga þá ályktun, að landgrunnið sé að miklu leyti framburðarkragi. Innri hluti þess er þó senni- lega fremur eyðingarflötur skorinn í berggrunn landsins. Fróðlegt væri nú að vita, hve mikið magn af framburði er fólgið í grunninu. Hér getur aðeins orðið um lauslega áætlun að ræða. Sennilegt er að lágmark framburðarins fáist á eftirfarandi hátt. Ég

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.