Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 24
164
NÁTTÚ RUFRÆÐIN GU R I N N
segi að ytri helmingur grunnsins sé framburður og fari hann jafnt
þykknandi út að fordýpinu og nái þar niður að botni. Heildar-
rúmmálið sem ég fæ út er þá 3f>.000 km3, en jafndreift yfir flatar-
mál íslands svarar það til um 360 m þykks lags. Auk þess fram-
burðar, sem setzt hefur til botns á landgrunnssvæðinu, hefur og
hluti hans verið uppleystur eða svo fíngerður að hann settist ekki
þar. Ef þetta er haft í huga, svo og það að hið eydda berg hefur
verið nokkru eðlisþyngra en setlögin, sést að landgrunnslögin svara
til eyðingar 300—400 m lags af landinu. Þetta lætur nærri að svara
til þeirrar eyðingar, sem felst í landslagsmynduninni.
Til þess að áætla hana hef ég annars vegar notað kort yfir meðal-
hæðir á landinu, sem birt er með ritgerð minni um þyngdarmæl-
ingar (1954), og hins vegar hef ég áætlað á nokkrum svæðum meðal-
yfirborð landsins fyrir dalamyndun með því að miða við fjalla-
toppa. Meðaleyðingin á Vestfjarðakjálkanum reynist þá svara til
um 500 m jrykks lags og á Austfjörðum gefur lauslegri áætlun
svipað gildi. Um 500 m eyðingu hef ég í annarri ritgerð (Náttúru-
fr. 1958) fengið fyrir fjalllendið milli Skagafjarðar og Langadals.
Inn til miðs landsins verður áætlun civissari, en sæmilega rétt
nándargildi virðist vera 300 m, enda er eðlilegt að eyðingin vaxi
út til stranda, einkum hinna hálendari. Það virðist því ekki fjarri
lagi að landslagsmyndunin svari til eyðingar um 400 m þykks lags
að meðaltali.
Svo langt sem þessar áætlanir ná, styðja þær þá skoðun, að land-
grunnsetið hafi tekið að saínazt fyrir um leið og landið einangrað-
ist og lyftist og magn setsins svari til meginhluta landeyðingarinnar.
Sú tilfærsla efnis, sem þarna hefur átt sér stað, ætti að hafa leitt
til lyftingar landsins og sigs ytri hluta landgrunnsins og er ástæða
til að gera sér nánari grein iyrir þessurn lóðréttu hreyfingum. í
því skyni hugsa ég mér landið sem hringlaga skífu með 200 km
radíus, en við þessa yfirlitskönnun verður það að teljast nægilega
nákvæm mynd af landinu. Læt ég eyðast ofan af henni 400 m
þykkt lag með eðlisþunga 2,7. Til samanburðar reikna ég einnig
þannig, að þykkt lagsins fari vaxandi frá 300 m í miðju landsins
til 500 m á jaðri eftir formúlunni þ = 300 -)- 200 (r/200)2, þar
sem r er fjarlægð frá miðpunkti landsins í km. Heildarefnismagnið
sem eyðist er jafnt í báðum tilfellum.
Megnið af þessu efni er nú látið dreifast jaf'nt á hringsvæði um-