Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 25
NÁTTÚ RU FRÆÐIN G U R1N N 1 (i5 hveríis landið með innri og ytri radíum 250 km og 300 km. Ef allt eydda efnið safnaðist þarna saman mundi þykktin svara til 580 m bergþykktar, en ég vel hér einnig 400 m hergþykkt, sem svarar til þess að tæp 70% af framburðinum setjist fyrir á grunninu. Lóðréttu hreyfingarnar er nú tiltölulega fljótlegt að finna með hjálp töflu, sem ég birti í Jökli 1953 og er ætluð til að reikna svignun undan (jökul)fargi. Reikna ég með skorpuþykktinni T = 20 km, sem verður eðlilegasta gildið eftir niðurstöðum þyngdar- mælinga. Niðurstaðan er sýnd með línuriti á 3. mynd. Þegar eyð- ingin er dreifð jafnt yfir landið fæst 425 m lyfting í miðju landi, en um 110 m við strönd, en jægar eyðingin vex frá miðju til strandar fæst 345 m lyfting í miðju, sem vex upp í 360 m 100 km utar og fellur niður í 140 m við strönd. Utan við landið sýnir línuritið sig. Mest verður það í setlaga- hringnum eða allt að 160 m, en meðalsigið innan þess hrings verða rúmir 140 m. Form línuritsins í heild byggist auðvitað á því, að svæðin sem lyftast og síga eru samtengd vegna styrkleika jarðskorpunnar. Nú getur leikið vafi á því, að skorpan mundi til langframa þola það átak, sem hún verður fyrir. Hún gæti hugsanlega látið undan með rennsli eða þá með broti. Hvorttveggja mundi leiða til þess að strendur landsins risu og miðlandið félli, svo að risið yrði jafnara ylir allt landið. Jafnframt mundi sjávarbotninn síga nokkuð. Landslagsgreining sýnir tvö aðalmörk lornrar sjávarstöðu, hið eldra í 250—300 m hæð, liitt í 50—100 m (sbr. grein mína í Nátt- úrufr. 1959). Þetta skýrist bezt með rykkjóttu risi eins og leiða iriundi af því að skorpan léti snögglega undan átaki, þ. e. að teng- ing landsins við umhverfið brysti. Ris landsins miðað við sjó frá tíma elztu dalamyndunar um allt að 300 m virðist þannig geta verið bein afleiðing af tilfærslu efnis- ins frá landinu út á landgrunnið og þarf þá ekki að gera ráð fyrir neinum teljandi breytingum hinnar almennu sjávarstöðu. Mjög víða í heiminum finnast há sjávarmörk og eru þau í sum- um tilfellum túlkuð þannig, að síðar hafi orðið allsherjarlækkun sjávar, þótt á því séu raunar annmarkar. Skýrar og vel rannsakaðar háar strandlínur eru þarinig á Miðjarðarhafssvæðinu og allt upp til Bretlands og eru hinar hæstu og elztu (100—300 m) taldar vera frá Plíósen. Miðað við það hef ég talið sennilegt, að hæstu sjávar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.