Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 1963, Blaðsíða 27
N Á T T Ú R U F RÆ ÐIN G U RIN N 167 sig mætti reyna að setja í samband við ísaldir: það gæti hugsanlega orsakazt af þeim mikla framburði, sem barst út eftir grunndölunum við lága sjávarstöðu og settist fyrir á dýpinu framan við brún grunnsins. Hér gat verið um æði-mikið efnismagn að ræða. í fyrsta lagi það efni, sem svarar til rúmmáls grunndalanna, en einnig ofan af landinu hefðu árnar borið fram mjög mikið efni; þar hlaut að liggja fyrir mikið af lausum efnum á láglendi sem auð- flutt voru. Ef reiknað er með Jdví að 50 m lag (eðlisþ. 2,34) hafi eyðzt ofan af 100 km breiðum hring (radíus 175—275 krn) og setzt til beint framan við grunnið, r = 300 km, fæst að sig landgrunns- brúnarinnar næmi 15 m. I’etta er greinilega of lítið til þess að geta skýrt dýpi brúnar- innar, sem er um 200 m, nema að litlu leyti. Aðalsigið verður að skýra á annan hátt. Kemur til greina að um rennsli og þó einkum langvarandi pressun setlaganna sjálfra sé að ræða og er í því sam- bandi á það að líta, að þungi setlaganna nær tvöfaldast við það að standa upp úr sjó eins og þau gátu gert við lágt sjávarmál á ísöld. Loks er Jrað hugsanlegt, að yfirborð landgrunnsins liafi í aðaldrátt- um myndazt sem framhald þess strandflatar, sem varð til seint á Plíósen eða við upphaf Pleistósens, sé rof á Jreim tíma, og sjór hafi ]iá fallið nokkuð niður fyrir nriverandi sjávarmál.1) B. Dalir á grunninu. Dalir ganga víða út eftir landgrunninu og ná um 250—300 m dýpi. Er aðgengilegast að telja Jrá myndaða af ám við tilsvarandi fall sjávarborðs eftir að grunnið var að öðru leyti svo til fullgert. Reglulegastir eru dalirnir á SA-svæðinu og sýnilega nátengdir nitverandi stórám. Eg verð að telja mjög ósenni- legt, að gruggstraumar frá stóránum hafi á þessu svæði runnið neðansjávar beint út eftir nærri hallalausu landgrunninu og þvert á Golfstrauminn og grafið Jressa dali. Hið áberandi svipaða dýpi l lestra dalanna er og eðlilegast að skýra með tilsvarandi sjávarstöðu. Verða dalirnir nú taldir upp. Skeiðarárdjúp, Breiðamerkurdjúp, 1) Þorvaldur Tlioroddsen ritaði mjög fróðlega grein í Andvara 1902, bls. 127—176, sem m. a. fjallar um svipað efni og þessi grein. Ýntsar ályktanir Þorvaldar eru nú úreltar; hann taldi landgrunnið algerlega myndað sent brint- flöt, allt að 100 knt breiðan og skorinn inn í 2000—3000 feta hátt blágrýtis- fjalllendi á Plíósentímanum. Ekki getur hann þess, hvað orðið hafi af eydda efninu né liins, að lóðréttar hreyfingar mundu fylgja í kjölfar efnisflutningsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.