Náttúrufræðingurinn - 1963, Qupperneq 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
169
Sýnilega hefur grunnið náð svo til alveg að Kollumúla, er állinn
myndaðist. Hugsanlegt er að Vopnafjarðargrunn sé gert úr föstu
bergi, en úr því verður botnkönnun að skera.
Bakkaflóadjúp gengur inn undir Bakkaflóa; aðrennslissvæði
Bakkaflóa er þó mun rninna en Vopnafjarðar. Einnig er það
minna en aðrennslissvæði Þistilfjarðar, en á honum koma djúpin,
Langanesdjúp og Þistilfjarðardjúp, fyrst langt frá landi. Hugsanlegt
er, að á Þistilfirði gæti áhrifa grágrýtishrauna, sem nú sjást á Sléttu
en hefðu jafnframt þakið vítt landgrunnssvæði. Hér er enn verk-
efni fyrir botnkönnun.
Axarfjarðardjúp gengur með meir en 200 m dýpi inn undir land
þrátt fyrir mikinn framburð stórár. Þetta verður að skoðast sem
vitni um lágan aldur. Hér mætti raunar hugsa sér unga sigdæld
eða rennu meðfram Sléttu. Eftir afstöðu til Sléttu er vart annað
hugsanlegt en að djúpið sé yngra en Sléttugrágrýtið.
Nú er komið að Tjörnesinu, en jarðlög þess ættu einhverjar hug-
myndir að gefa um aldur landgrunnsins. Síðla á Plíósen var hér
sjór og bárust út í hann um 450 m jrykk fíngerð setlög, sem ríku-
legar skeljaleifar eru í. Tjörnessvæðið var sigdæld, sem fylltist jafn-
harðan af seti, þannig að yfirleitt skiptist þar á grunnsævi og þurr-
lendi. Eftir langan tíma varð jarðlagarask og lögin ultu um 5—10°
til NV, og við það kom botn laganna upp fyrir núverandi sjávar-
mál syðst. Eyðing sléttaði ofan af hinni hallandi spildu og þar ofan
á lögðust enn setlög, bæði árframburður og sjávarleir með skeljum
(Breiðuvíkurlög). Enn þaktist svæðið hraunlögum, fyrst við öfuga
segulstefnu og síðan við rétta og að lokum valt landið enn um 5°
til NNV. Engin merki aðalsigsins né spilduveltunnar sjást á land-
grunninu og verður jjví að telja, að núverandi yfirborð grunnsins
og svipur þess sé yngri en neðri Tjörneslögin og sennilega einnig
yngri en efri lögin eða Breiðuvíkurlögin. Það þýðir, að núverandi
svipur grunnsins er til orðinn annaðhvort mjög seint á Plíósen eða
á ísöld.
Um Skjálfandadjúp er svipað að segja og Axarfjarðardjúp, að jjað
hlýtur að vera fremur ungt. Á vissu fornu skeiði rann Fnjóská út
Flateyjardal, en þá lá landið 250—300 m neðar en nú, miðað við
sjó. Síðar gerðist það á ísöld, er Ljósavatnsskarð og Dalsmynni voru
stífluð af jöklum, en Fnjóskadalur fylltur stöðuvatni, að áin fór í
sinn forna farveg. Erfitt er að sjá á sjókortinu nokkur skýr merki