Náttúrufræðingurinn - 1963, Síða 36
176
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
fræðingar líklegt, að nokkur svæði landsins liafi staðið auð síðasta
jökulskeiðið (Sigurður Þórarinsson, 1937).
Flestir íslenzkir grasafræðingar hafa síðan tekið upp þráðinn og
reynt að sýna fram á, að á þessum íslausu svæðum hafi nokkur
hluti íslenzku flórunnar eða allt að 55% lifað af síðasta jökul-
skeiðið, eða jafnvel alla ísöldina (Löve og Löve, 1947, Steindórs
son, 1954).
í miklu riti hafa þau Áskell Löve og kona hans Dóris greint frá
einstökum jurtum, sem vaxa hér á landi, og hafa þau borið saman
og rakið skyldleika innlendra jurta við jurtir í nágrannalöndum
okkar (Löve og Löve 1956).
Kenningin um vetursetu jurtanna á síðasta ísaldarskeiði hefur
síðan verið rakin í riti Steindórs Steindórssonar (1962), þar sem
helztu rökin fyrir ísaldardvöl jurtanna eru færð fram og þeim gerð
hin beztu skil. Steindór álítur meira en helming flórunnar hafa
lifað hér síðasta skeið ísaldar á auðum svæðum, sem hann kallar
„miðsvæði", eða á einstökum fjöllum, sem stóðu upp úr ísnum, en
hingað til landsins hafi flóran aftur borizt með landbrú, sem átti
að tengja Grænland, ísland, Færeyjar og Skotland á síðasta hlý-
viðrisskeiði.
Kenningin um vetursetu jurtanna er ef til vill í mestum upp-
gangi í ár, enda var hér á landi haldin alþjóðleg ráðstefna sumarið
1962, er fjallaði um þetta viðfangsefni. Það er því sennilega ekki
vel til fallið að vera að vekja upp minninguna um gömlu ördeyðis-
kenninguna á þessurn tíma. Því má þó ekki gleyma, að vetursetu-
kenningin er langt frá því að vera sönnuð. Margt í henni er meira
að segja byggt á vafasömum forsendum. Hins vegar hefur kenning
j^essi orðið til þess, að ýmsir þættir, er lúta að innflutningsmögu-
leikum jurta, hafa ekki verið rannsakaðir sem skyldi. Af þessum
ástæðum má telja tímabært að endurskoða nokkra þætti í uppruna
íslenzku flórunnar.
Það, sem mælir helzt með „vetursetu-kenningunni“, er misjöfn
útbreiðsla flórunnar, þannig að sumar jurtir finnast aðeins austan-
lands, aðrar helzt vestanlands, sumar milli Eyjafjarðar og Skaga-
fjarðar, aðrar við Mýrdalsjökul og enn aðrar í Borgarfirði eða á
Snæfellsnesi. Falla þessi svæði nokkurn veginn saman við þá staði,
sem sumir jarðfræðingar ætla að hafi verið íslaus á jökulskeiðum.
En kenningin byggist þó einkum á þeim forsendum, að landbrú