Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 38

Náttúrufræðingurinn - 1963, Side 38
178 NÁTTÚ RUFRÆÐIN GURIN N tækt dæmi. Steindór Steindórsson skoðaði gróður á }an Mayen lyrir nokkrum árum og hefur skrifað um ferð sína grein í Náttúrufræð- inginn (1958). Hann segir: „Eyjan er einangruð úti í reginhafi og engar líkur henda til þess, að hún hafi nokkru sinni verið í tengsl- um við önnur lönd. Sennilega hefur öll eyjan orðið til á kvarter- tíma og mestar líkur benda til, að hún hafi verið hulin jöklum á jökultíma. Eitt er víst að minnsta kosti, allur gróður hefur hlotið að berast þangað yfir mörg hundruð mílna haf á tiltölulega skömm- um tíma, eða með öðrum orðum eftir að ísöldinni létti.“ Á eyju þessari eru fundnar 43 háplöntur, sem flestar eru kunnar úr ís- lenzku gróðurríki. Ef álitið er, að svalviðrisflóran geti borizt til lítilla eyja í Norður- Ishafinu yfir mörg hundruð mílna haf, hversu miklu meiri eru þá ekki möguleikarnir íyrir því, að fræ berist til eyjar, jafn-stórrar og ísland er, sem hefur bæði lengri strandlengju, er umlukt sjávar- straumum, sem beinast að landinu frá ýmsum áttum, og hefur fjöl- breyttara land upp á að bjóða og betra veðurfar? Líkurnar hljóta að vera miklar fyrir því, að þess háttar fræflutningar takist. Skal nú minnzt á nokkrar flutningaleiðir. Flutningur á sjó. Ef um flutninga á hafi er að ræða, ber að athuga, að fjöldi fræja úr nærliggjandi löndum berst á haf út á hverju hausti með vind- um og vatni. Fræ þessi eru misjafnlega vel varin, eru misjöfn að flotmagni, misjafnlega seltuþolin, og helzt því grómagn þeirra mis- lengi. Magn fræjanna, eða annarra lífrænna hluta, og fjarlægðin til eyjarinnar ern hér þýðingarmiklir þættir. Einnig er mikið at- riði, hvernig landtakan er og samkeppni gróðurs á lendingarstaðn- um. Það er síður en svo álit þeirra, sem hallast að ,,vetursetu-kenn- ingunni", að jurtir geti ekki borizt til landsins með hafstraumum. Þannig telja þeir, að sumar strandjurtir og vatnajurtir gætu vel hafa borizt sjóleiðis, en útiloka þó fiutning annarra. Nú mætti spyrja, hvers vegna tegundafjöldi plantna sé ekki rneiri, ef úthafið er uppfullt af fræjum. Hingað berast fræ suðrænna plantna, svo sem af mímósum, eða svo kallaðir lausnarsteinar, og vaxa mímósur þó ekki hér. Það þarf sem sagt ákveðin skilyrði við aðflutninginn.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.