Náttúrufræðingurinn - 1963, Síða 40
180
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
hefur sennilega verið auðveldast fyrir rekandi jurtahluta að skol-
ast á land með brimi og ná fótfestu á sjávarkambi eða b'tið söltu
lóni. Athyglisvert er, að einmitt við liin fornu sjávarmörk hér
á landi má í dag finna ýmsar sjaldgæfustu jurtir og þá jafnvel
einmitt þær, sem af öðrum eru taldar hafa lifað af síðustu ísöld.
Mætti þar til nefna köldugras, Polypodium vulgare, og klettafrú,
Saxifraga cotyledon, sem finnast helzt í klettum og hh'ðunr suð-
austanlands, og t. d. sjöstjörnu, Trientalis europaea, sem finnst við
Þjórsárholt í Hreppum. Væri fróðlegt að fylgja þessum sjávarmörk-
um eftir víðar unr landið í leit að landnámssvæði jurta. Gæti ef
til vill tilkoma sjaldgæfra jurta í uppsveitum Borgarfjarðar átt rót
sína að rekja til þessarar sjávarstöðu.
Ef leiða skal líkur að því, lrvaðan jurtirnar kunna helzt að hafa
borizt að landinu nreð straumum á þessum tíma, ber þess að geta,
að Golfstraumurinn kann að hafa verið austlægari vegna minni
hindrunar neðansjávarhryggsins milli Skotlands og íslands, og því
orðið nærgöngulli við strendur Bretlands og meginlands Norður-
Evrópu. Þar af leiðandi eru líkurnar nreiri fyrir því, að jurtir gætu
rekið frá þessum svæðum við hæstu sjávarstöðu og borizt að austan-
verðu landinu.
Auk flutnings fræja á yfirborði sjávar má hugsa sér aðra lifandi
lrluti, svo sem rótarflækjur af jurtum og trjákenndum plöntum,
flytjast með öðrum reka, áfasta stórum trjáhnyðjum eða ileytta
áfram á ísjökum. Þess lráttar ísjakar kunna að hafa brotnað úr
jöðrum jökla í Norður-Evrópu, strandað við árbakka eða gróna
strönd og hlaðizt gróðurtorfum. Jurtahlutar gætu þannig jafnvel
liafa flutzt um hafið án þess að komast í verulega snertingu við
saltan sjó.
Aðflutningur með fuglutn.
Ein hin sterkustu rök fyrir því, að íslenzka flóran lrafi ekki borizt
til landsins með fuglum, eru þau, að farfuglar korni heizt sunnan
úr löndum yfir Bretlandseyjar, og að brezka flóran líkist lítið þeirri
íslenzku. Má þó vel vera, að brezka flóran hafi í ísaldarlok bkzt
meira hinni íslenzku en í dag, og fuglar hafi borið hingað þær
tegundir hennar, sem helzt gátu þrifizt við íslenzk skilyrði. Hins
vegar er sennilegra, að fuglar hafi flogið á haustferðum til lands-
ins að austan eins og fuglar hrekjast enn í dag. Má til dæmis nefna