Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 43
NÁT T Ú R U F RÆ ÐINGURIN N
188
hafa takmarkað útbreiðslusvæði og dreifast misjafnlega liratt út frá
landnámsstaðnum. Margar hinna svokölluðu miðsvæðisjurta finnast
einmitt í námunda við hafnir, ræktunarsvæði eða fjölfarna vegi.
Um tilkomu annarra jurta eru til skráðar heimildir. Af flórulistum
frá aldamótum til þessa dags má sjá, hvaða nýjar jurtir hafa numið
land. Hefur Ingólfur Davíðsson (1961) tekið saman skrá um slíka
slæðinga og telur um 160 hafa komið til landsins eftir síðustu alda-
mót og af þeirn séu 24 þeirra orðnir ílendir. Vitanlega hafa sam-
göngur verið mun örari á þessu tímabili en á fyrri tímum, en þó
má ætla, að þáttur mannsins sé drjngur í innflutningi íslenzku flór-
unnar. Þar sem ein planta hefur ílenzt hér á hverjum þremur ár-
um, getur margt hafa slæðzt inn við þúsund ára búsetu mannsins
hér á landi.
Sennilega hefur innflutningurinn stundum verið hægur og rnest-
ur mun hann hafa verið á landnámsöld, enda hafa frjókornarann-
sóknir leitt í ljós, að þá fjölgar ákveðnum ræktunarjurtum mjög
verulega (Einarsson 1961). Eins hafa fundist kolaðar leifar sumra
annarra ræktunarplantna í jarðlögum við forna bæi, og sýna þær
tilveru þessara jurta í gróðurlendi landsins á mismunandi tímum
(Friðriksson 1959, 1960). í þessu sambandi er fróðlegt að rekja inn-
flutning sumra jurta til ákveðinna verzlunarstaða eða höfuðbóla.
Innflutningur einstakra tegunda hefur verið tengdur sögupersónum
eða sögustöðum. Tek ég til dæmis, að villilaukurinn í Borgarfirði
gæ'ti hafa verið notaður við að græða sár einhvers Sturlungaaldar-
mannsins, sömuleiðis gæti súrsmæðran á Austfjörðum verið flutt
inn af Pöpum eða írum, því að súrsmæðran er í miklu uppáhaldi
meðal íra og er rneðal annars í skjaldarmerki þeirra. Slíkar vanga-
veltur geta fengið stuðning af frjókornarannskónum, en ekki skor-
ið úr um. hvort tegundin hefur borizt með mönnum eða á annan
hátt.
Útbreiðsluhœfni jurtanna.
Enn ein rök, sem jurtafræðingar nota til þess að sanna ísaldarveru
íslenzkra jurta, er að finna hjá Áskeli Löve (1947). Hann segir, að
náttúran hafi gert svo strangt úrval meðal þeirra jurta, að aðeins
einn eða örfáir stofnar hafi verið eftir, þegar ísöldinni lauk. Þessir
stofnar höfðu oft týnt hæfileikanum að auka fjölbreytni sína, og
þar eð sá hæfileiki myndar grundvöllinn að aukinni útbreiðslu teg-