Náttúrufræðingurinn - 1963, Page 47
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
187
Vaccinium vitis-idaea. Af miðsvæðunum er Mýrdalssvæðið þó vafa-
samast. Svæðið hefur þá sérstöðu að vera syðsti hluti landsins. Ligg-
ur það því bezt við móttöku hlýviðrisjurta og hefur mildast veður-
far. Af jurtum, sem einkenna þetta gróðursvæði, má nefna loðgresi,
Holcus lanatus; ginhafra, Arrhenatherum elatius, og hávingul,
Festuca pratensis (Li)ve 1956). Þessar jurtir eru reyndar hlýviðris-
jurtir, sem numið hafa land á því svæði, sem hefur mildast veður-
far. Hefði verið autt land á þessu svæði á síðasta ísaldarskeiði, er
mjög vafasamt, að þar hefðu aðeins lifað nokkrar hlýviðrisjurtir,
en ekki einmitt fjöldi jurta, sem einkenna nú önnur svæði, t. d.
Austfjarðasvæðið.
í hópi miðsvæðisjurtanna kennir margra grasa. Sumar eru að vísu
fjallaplöntur, en aðrar eru láglendisjurtir, trjákenndar jurtir, skóg-
arbotnajurtir eða hlýviðrisjurtir, en auk þess eru jurtir, sem aðeins
finnast á hraunum, sem runnið hafa eftir ísöld, og vaxa helzt hvergi
ntan hraunanna. Eftir kenningunni að dæma eiga þessar jurtir að
hafa getað lifað á fjallatindum, en síðan dreifzt í hin ýmsu vaxtar-
svæði. Finnist ný jurt á Hafnarfjarðarhrauni, er talið, að hún sé
komin frá Hvalfjarðarsvæðinu, en finnist skógarjurt við Mývatn á
hún að vera úr Eyjafjarðarsvæðinu eða einhverjum fjallatindi þar
Iijá. Er ekki auðveldara að skýra tilkomu þessara jurta með aðflutn-
ingi af völdum manna og fugla?
Einna veigamest er þó, að mjög margt þeirra jurta, sem taldar
eru miðsvæðisjurtir, finnst aðeins á láglendi, og jafnvel á því lág-
lendi, sem var undir sjó í lok ísaldar. Má þar til nefna flóðapunt-
inn, sem talinn er ein af þeirn jurtum, sem lifað hafi af ísöldina
og jafnvel sem sérstakt íslenzkt afbrigði (Löve 1951). Þessi jurt
finnst hvergi á því svæði, sem á að hafa verið íslaust, en hefur því
algjörlega orðið að flytjast niður á láglendið, eftir að yfirborð sjávar
lækkaði.
Ber allt að sama brunni með það, að auðveldara virðist að skýra
tilkomu flórunnar með aðflutningi jurta frá nágrannalöndunum
eftir ísöld en að þær hafi lifað af hér á auðum svæðum, enda þótt
margt sé enn dulið i þeim efnum.
Gróðurfræðilega verður þó erfitt að afsanna, að íslaus svæði hafi
verið til á landinu. Auðir fjallatindar hafa ef til vill getað staðið
upp úr og sjávarhamrar hafa getað verið berir og gróður ef til
vill lifað á þeim yfir ísöld eða borizt að þeim, meðan á ísöld stóð,