Náttúrufræðingurinn - 1985, Page 3
Vigfús Jóhannsson:
Athugun á uppróti botnleðju
vegna starfsemi kolkuskelja
(Yoldia hyperborea Loven)
INNGANGUR
Öll starfsemi botndýra hefur áhrif á
það set sem þau lifa í. Þessa starfsemi
má flokka gróft í þrennt (Rhoads
1967): a) setið rótast til þegar dýrin
flytja sig úr stað, annaðhvort eftir yfir-
borði eða í gegnum það; b) setið er
flokkað áður en það fer í gegnum
meltingarveginn og ákveðin form eru
mynduð, t.d. úrgangskorn (pseudo-
faeces) hjá samlokum eða pípur eins
og algengt er hjá burstaormum; c) set-
ið er nýtt á leið þess í gegnum melting-
arveginn.
Hér verður greint frá niðurstöðum
athugunar, sem gerð var í þeim til-
gangi að meta magn leðju, sem kolku-
skel (Yoldia hyperborea Loven) rótar
upp með fæðunámi sínu við mismun-
andi hitastig. Niðurstöðurnar voru síð-
an notaðar til þess að áætla magn leðju
sem samlokur þessar dæla á ári á 30
km2 svæði í Hvalfirði.
Hér á landi hafa ekki fyrr verið
gerðar neinar beinar athuganir á áhrif-
um botndýra í sjó á umhverfi sitt.
Sitthvað hefur verið gert í þessum efn-
um erlendis, t.d. athuganir á áhrifum
setætna (deposit-feeders) á umhverfi
sitt og samspili þeirra og gruggætna
(suspension-feeders) (Rhoads 1967,
Rhoads og Young 1970, 1971).
Rhoads (1963) kannaði magn sets,
sem Yoldia limatula Say vinnur úr til
fæðuöflunar við mismunandi hitastig.
Fæðunám kolkuskeljarinnar fer
þannig fram, að dýrin eru ýmist hálf-
grafin eða á kafi í leðjunni (1. mynd).
Út á milli skeljanna ganga tveir fæðu-
þreifarar (feeding palps), sem eru út-
vöxtur frá hinum eiginlegu þreifurum
(labial palps) (2. mynd). Á fæðu-
þreifurunum er röð af bifhárum, sem
flytja agnir að munninum. Á þessari
leið eru agnirnar aðgreindar. Það sem
ekki er ætilegt er venjulega meira en
hið ætilega, og er það losað út um
útstreymisrörið (Drew 1899). Þessi
hluti kemur fram sem leðjuský og
þannig myndast smám saman leöju-
haugur í námunda við dýrið (1.
mynd). Hluti þess sets sem er hafnað,
er límt saman í eins konar úrgangs-
korn.
Kolkuskel er heimskautategund, og
nær útbreiðslusvæði hennar suður að
Lófót í Noregi og íslandi Evrópu-
megin og suður til N-Karólínu í N-
Ameríku (Madsen 1949). Kolkuskelin
finnst einkum hér við land á leðju-
botni inni á fjörðum á 10-200 m dýpi
(Sparck 1937, Arnþór Garðarsson
o.fl. 1972, Bogi Ingimarsson og Árni
Heimir Jónsson 1973, Kristín Aðal-
steinsdóttir og Arnþór Garðarsson
1980). Spárck (1937) kennir botndýra-
Náttúrufræöingurinn 54 (2), bls. 49-57, 1985
49