Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 6

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 6
þörungurinn Lithothamnium topi- forme Unger áberandi, einkum að norðanverðu. Um miðbik fjarðarins er leir ríkjandi í setinu. Einkennisdýr botnfánunnar eru burstaormarnir Myriochele oculata Zachs, Cossura longocirrata Webster og Benedict og Sternaspis scutata Ranzani og slöngustjarnan Ophiura al- bida Forbes. Kolkuskel var allalgeng á svæðinu (12-85 dýr/m2), einkum á leirbotni. Meðalþéttleiki kolkuskelja á tveimur stöðvum á svæði A, þar sem sýnum var safnað mánaðarlega var 55 dýr/m2 (stöð 1) og 44 dýr/m2 (stöð 2). Árssveiflur í fjölda kolkuskelja voru ekki merkjanlegar. Svæði B (5. mynd) er u.þ.b. 4 knr og er meðaldýpi þar nálægt 4 m (dýpt- arsvið 3-19 m). Botninn á þessu svæði er fyrst og fremst sandborinn leðju- botn, hvergi hreinn leir- eða leðju- botn. Meðalfjöldi kolkuskelja á svæðinu var 13 dýr/m2 (7-73 dýr/m2). AÐFERÐIR Aðferð sú, sem notuð var við mæl- ingar á magni sets, sem kolkuskeljarn- ar dældu við mismunandi hitastig, byggir í meginatriðum á aðferð Rhoads (1963). Dýrum var safnað af svæði A í Hvalfirði í byrjun júní 1980. Ker var fyllt af sjó, og í því var komið fyrir tveimur minni ílátum. Þessi minni ílát voru fyllt af botnleðju úr Hval- firði. í hvert ílát voru sett 2-3 dýr. Glært plast var notað til þess að safna því, sem dýrin dældu. Það var gert þannig, að 2-3 mm breiðar raufar voru skornar í plastið með jöfnu milli- bili. Plastið var lagt yfir ílátið með dýrunum í, þannig að þau stungu út- innstreymisröri sínu í gegnum raufarn- ar. Leðjan, sem dýrin höfðu dælt var fjarlægð af plastinu með pípettu oftast eftir 1 klst (mest 12 klst) og síuð í gegnum Millipore-síu (gatastærð 0,45 pm). Sýnið var látið þorna í 2 sólar- hringa við herbergishita og vegið (ná- kvæmni 0,001 g). Reynt var að haga söfnunartímanum þannig, að hann gæfi sem besta mynd af afkastagetu dýranna yfir nokkuð langt samfellt tímabil. Dýrin voru ýmist höfð í kæliskáp (-1 til 6°C) eða í vatnsbaði (7 til 13°C) meðan á mælingum stóð. Þess var ávallt gætt að gefa dýrunum góðan aðlögunartíma þegar breytt var um hitastig (2—3 sólarhringa). Niðurstöður svipaðra rannsókna er- lendis frá eru oftast gefnar upp í ml og því er þyngdartölum breytt í ml til að auðvelda samanburð. Það var gert með því að sía ákveðið rúmmál af votri leðju með Millipore-síu, sýnið látið þorna í 2 sólarhringa og þá vegið og þannig fundið hlutfallið á milli rúm- máls af votri leðju og þurrvigtar. NIÐURSTÖÐUR Magn sets, sem kolkuskeljarnar dældu með fæðunámi sínu við mis- munandi hitastig má sjá á 6. mynd. Dýrin voru afkastamest við 5—7°C (0,039 ml/klst/skel), en slökust við -1 — 0°C (0.013 ml/klst/skel). Kolkuskeljarnar voru fyrst og fremst prófaðar við það hitastig, sem búast mátti við að væri við botn í Hvalfirðinum (Stefán Kristmannsson 1983). Dýrin virtust þola illa hitastig hærra en 13°C og voru þá nt.a. á stöð- ugri hreyfingu. Magn sets, sem kolkuskeljarnar dæla við mismunandi hitastig, ásamt upplýsingum um hitastig sjávar við botn og fjölda skelja á m2 var notaður til að áætla heildarmagn leðju, sem dýrin dældu á mánuði á tveimur stöðv- um á svæði A (Tafla I). Af þessum niðurstöðum er ljóst að kolkuskeljarn- ar í Hvalfirði geta verið virkar allt 52

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.