Náttúrufræðingurinn - 1985, Síða 8
Tafla I. Áætlun á magni sets, sem kolkuskeljarnar dæla á mánuði á stöðvum 1 og 2 í
Hvalfirði (svæði A). Meðalfjöldi dýra á nr var 55 á stöð 1 og 44 á stöð 2. - Estimated
monthly reworking of sediment by Yoldia hyperborea on Stations 1 and 2 in Hvalfjörður.
The average numberof Yoldia hyperborea perm2 was 55 on Station 1 and 44 on Station 2.
Mánuður Month Hitastig Tempera- ture(°C) nil/skel/mánuði mllclamlmonth ml/m2/mánuði mllmrlmonth Stöð I Stöð 2 Station 1 Station 2
janúar 1,5 20 1100 880
febrúar 2,0 20 1100 880
mars 3,0 20 1100 880
apríl 3,5 20 1100 880
maí 5,0 28 1540 1232
júní 7,0 28 1540 1232
júlí 9.0 14 770 616
ágúst 10,5 14 770 616
september 10,5 14 770 616
október 7,5 14 770 616
nóvember 6,0 28 1540 1232
desember 3,0 20 1100 880
Samtals: 240 13200 10560
árið. Mest geta þær unnið af seti í maí,
júní og nóveniber, en minnst í júlí-
október, þegar hitastig sjávar er hæst.
Heildarmagn sets, sem kolkuskelj-
arnar róta upp yfir árið með fæðunámi
sínu á svæði A í Hvalfirði var áætlað í
kringum 25 þúsund tonn.
Ekki voru gerðar neinar beinar mæl-
ingar á þeim breytingum sem urðu á
setinu vegna fæðunáms kolkuskelj-
anna. Oft mátti greina talsverðar
breytingar, fyrst og fremst aukningu á
úrgangskornum með tímanum. Þessi
korn voru oftast í kringum 1 mm á
lengd, sívöl og með rauf, sem lá eftir
þeim endilöngum. Talsverð tilfærsla á
leðju átti sér einnig stað þegar dýrin
fluttu sig úr stað. Þessi þáttur var þó
breytilegur eftir hitastigi, mest áber-
andi í kringum 13°C.
ÁLYKTANIR
Af magni því, sem kolkuskeljarnar
róta upp með fæðunámi sínu, má vera
ljóst, að áhrif dýranna á útlit og sam-
setningu setsins hverju sinni hljóta að
vera umtalsverð. Þessi áhrif eru fyrst
og fremst fólgin í því, að dýrin flytja
stöðugt leðju upp á yfirborðið og sam-
fara þessum flutningi á sér stað
pökkun á seti í úrgangskorn, þannig
að kornastærðardreifing setsins breyt-
ist. Sérstaklega hljóta þessi áhrif að
vera greinileg þar sem aðflutningur
setefna er hægur. Dýrin róta þar að
auki Ieðjunni talsvert, þegar þau flytja
sig til. Gera má ráð fyrir að þessi
þáttur sé umtalsverður þar sem þétt-
leiki dýranna er mikill.
Ef niðurstöður þessarar athugunar
eru bornar saman við niðurstöður úr
54