Náttúrufræðingurinn - 1985, Qupperneq 9
48-1
6. mynd. Áhrif liitastigs á
magn sets, sem kolkuskel
dælir við fæðuöflun (meðaltal
±1 staðalskekkja). — Effect
of temperature on average
rate of sediment displacement
(mllhr) by Yolda hyperborea
(x ±1 Sx).
rannsóknum á Yoldia limatula (Yoldia
hyperborea og Y. limatula voru lengi
vel taldar ein og sama tegundin (sbr.
Madsen 1949)), frá Buzzards Bay,
Massachusetts í Bandaríkjunum kem-
ur í Ijós, að það hitastig sem gefur
hámarksafköst er miklu hærra þar eða
21°C (Rhoads 1963). Jafnframt er mun
meira unnið á tímaeiningu. Hámarks-
afköst frá Buzzards Bay voru 0,165 ml/
klst/skel, en í Hvalfirðinum 0,039 ml/
klst/skel (6. mynd). í Buzzards Bay lá
starfsemi niðri við það hitastig, sem
gefur hámarksafköst hjá dýrunum í
Hvalfirði. í Hvalfirðinum virðast dýrin
vera virk árið um kring. Þannig að
þegar litið er til ársins í heild, geta
afköst þessara tveggja náskyldu teg-
unda verið mjög svipuð eða 240 ml á
dýr í Hvalfirðinum og 257 ml á dýr í
Buzzards Bay.
Munur á afköstum sömu tegundar
eftir útbreiðslu er vel þekktur hjá sam-
lokum (Jörgensen 1966). Þennan mun
má oftast rekja til mismunandi hita-
stigs innan útbreiðslusvæðis viðkom-
andi tegundar. Oftast er niðurstaðan
sú, að dýrin dæla svipuðu magni á öllu
útbreiðslusvæði sínu, þegar á heildina
er litið. Aftur á móti verður ákveðin
hliðrun á hámarksafköstum eftir hita-
stigi. Rétt er að leggja á það áherslu,
að hér að framan er verið að bera
saman tvær tegundir og lítið vitað í
raun hvort einhver munur er á lifnað-
arháttum þeirra. Þessi samanburður
sýnir þó hvernig tegundirnar ná svip-
uðum ársafköstum hvor á sinn hátt.
Þrátt fyrir hægari starfsemi hjá dýrun-
um í Hvalfirði, vinna þau þennan ntun
upp með því að starfa allt árið um
kring, meðan ekkert mælanlegt rót á
sér stað hjá dýrunum í Buzzards Bay í
5 mánuði á ári. Fleiri þættir en hitastig
gætu vissulega haft áhrif á starfsemi
dýranna og mætti nefna í því sambandi
næringargildi setsins á hverjum tíma.
Að lokum er rétt að minnast aðeins
á þau áhrif, sem fæðuöflun setætna er
talin hafa á útbreiðslu gruggætna
(Rhoads og Young 1970). Talið er að
fæðuöflun setætna geti skapað óstöð-
ugt umhverfi fyrir gruggætur. í fyrsta
lagi geta setæturnar truflað eðlilega
starfsemi síunarlíffæra með uppróti
sínu. I öðru Iagi geta þær gert botninn
ófýsilegan fyrir lirfur gruggætnanna,
þannig að þær reyni ekki að setjast. í
55