Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 18
endar eru venjulega minna sprungnir
og eins er þar heildartilfærslan á
sprungunum minni.
Myndun nýrrar jarðskorpu í
sprungusveimnum á sér stað samfara
gliðnuninni. Það gerist á þann hátt að
bergkvika neðan úr möttli jarðar
streymir upp í sprungurnar og storkn-
ar þar eða vellur að hluta út yfir um-
hverfið í eldgosum. Þessi nýmyndun
jarðskorpu á sér ekki stað á einni
ákveðinni sprungu, heldur dreifist hún
á nokkrar þyrpingar sprungna,
sprungusveimana. Á milli sjálfra
sprungusveimanna er oftast minna um
alla virkni. Stærð sprungusveima og
afstaða þeirra hvers til annars er
breytileg svo og framleiðslumynstur
þeirra og e.t.v. „lífslengd“. Á
Reykjanesskaganum liggja sprungu-
sveimarnir skástígt og að allverulegu
leyti samsíða. Annars staðar á landinu
hliðrast þeir meira til á langveginn,
svo að samsíða spildur þeirra eru til-
tölulega styttri.
Hver sprungusveimur þekkist á yfir-
borði af þrem gerðum sprungna: mis-
gengjum, gjám og gossprungum. Mis-
gengin mynda stalla í landslaginu og
um þau hliðrast jarðlögin, sem þau
skera, mest í lóðrétta stefnu. Mis-
gengin hafa tilhneigingu til að mynda
ákveðinn sigdal (graben) um miðbik-
ið, þar sem virknin er mest. Þingvalla-
lægðin er gott dæmi þar um. Rof og
önnur eyðingaröfl hafa tilhneigingu til
þess að brjóta niður og jafna út mis-
gengisstallana jafnótt og þeir myndast.
Ásamt jöklum hefur rennandi vatn til-
hneigingu til þess að grafa landið í
samræmi við gamalt sprungumynstur.
Misgengin og gjárnar geta því orðið
stýrandi þáttur í landslagsmótun í eldri
berglögum. Opnu gjárnar myndast
eingöngu á gliðnunarsvæðum. Um
dýpi þeirra er lítið vitað. Með tíman-
um hafa roföflin og eldvirknin til-
hneigingu til þess að fylla gjárnar.
Gígaraðir myndast yfir gossprungum,
þar sem kvikan berst til yfirborðsins.
Hlaðast þar upp gígar, sem hraun
renna frá. Á meðan jöklar lágu yfir
gosbeltunum á kuldaskeiðum ísaldar-
innar, hindruðu þeir hraunrennsli með
þeim afleiðingum, að gosefnin hrúguð-
ust nær öll upp yfir gosrásunum. Þá
urðu til móbergshryggir, þar sent ann-
ars hefðu orðið gígaraðir. Móbergs-
fjöll eru áberandi í landslaginu austan
og sunnan höfuðborgarsvæðisins,
enda er það land að mestu leyti orðið
til á síðasta hluta ísaldarinnar og þar af
leiðandi lítið rofið.
Um líf- eða virknitíma sprungu-
sveimanna er fremur lítið af haldgóðri
þekkingu til staðar, enn sem komið er.
Flest bendir þó til þess, að líflengd
þeirra séu takmörk sett í raun. Framan
af framleiða þeir tiltölulega frumstætt
berg og eingöngu basískt að samsetn-
ingu. Á sama tíma virðist einnig
sprunguvirknin vera mest og e.t.v. ná
lengst út til enda og jaðra. Er líður á,
hefur virkni sprungusveimanna til-
hneigingu til þess að safnast inn á mið-
svæði þeirra. Þar myndast háhita-
svæði, eldvirknin eykst þar hlutfalls-
lega jafnframt því sem bergkvikan
verður þróaðri að samsetningu.l> Eld-
gosin verða tíðari en gjarnan minni í
hvert sinn. Ennfremur virðist sprungu-
virknin fara minnkandi. Jarðfræðingar
segja að megineldstöð verði til á
sprungusveimnum. Þegar líður svo á
þróun þessara megineldstöðva dregur
aftur úr virkni þeirra og að lokum
deyja þær út. í flestum tilfellum deyr
megineldstöð út samtímis því að nýr
sprungusveimur verður til í nágrenn-
inu; eitt kerfi (sprungusveimur-megin-
eldstöð) deyr út og annað hliðstætt
kerfi tekur við hlutverkinu. Hinn út-
dauða sprungusveim ásamt tilheyrandi
megineldstöð rekur þá í heilu lagi út úr
64