Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 21

Náttúrufræðingurinn - 1985, Side 21
Kjalameskerfiff Stardalskerfii ??? NA Esja Krísuvík SV Stardalskerfið EINFALDAÐ ÞVERSNIÐ (A) OG LANGSNIÐ (B) AF JARÐLAGASTAFLANUM VIÐ SUNNANVERDAN FAXAFLÓA, MIÐUÐ VI0 SPRUNGUSTEFNUNA NV-SA. MYNDANIRNAR FJÓRAR ERU ÞÆR SÖMU OG Á 1. MYND 2. mynd. Einfölduð tilbúin snið af jarðlagastaflanum samsíða og þvert á sprungustefn- una. Hugsuð lega sniðanna er sýnd á 1. mynd. — Simplified ideal sections at right angle to (A) and parallel to (B) the fissure orientation, of the crust in Southwestern Iceland. Location of the sections is shown in fig. I. Rock formations are the same as in Fig. 1. sprungusveimsins voru virkir og jarð- skorpan á höfuðborgarsvæðinu var að myndast, var Reykjanesskaginn ekki til sem slíkur, eftir því sem best verður séð. Suðurströndin lá norðar en nú er. Hún hefur að sjálfsögðu verið eitthvað breytileg frá einni tíð til annarrar vegna ýmissa breytiþátta, svo sem: Uppbyggingar af völdum eldvirkninn- ar, niðurbrots af völdum sjávar og jökla, sem langtímum voru á svæðinu, og síðast en ekki síst vegna breytinga á jafnvægisástandi í jarðskorpunni af „ísóstasískum“ toga. Við getum til ein- földunar áætlað að lengst af hafi ströndin legið til austurs eða suð- austurs frá svæðinu milli Hafnarfjarð- ar og Grafarvogs. Sprungusveimar þeir sem nú finnast á Reykjanesskag- anum voru ekki orðnir virkir og fram- hald rek- og gosbeltisins til suðurs var neðan sjávarmáls. Afraksturinn af virkni þeirra sprungusveima, sem þá voru virkir neðansjávar, sést ekki á þurrlendi í dag og virðist ekki skipta verulegu máli fyrir endurröðun at- burða í þessari þróunarsögu. III.2. Tertíer-, ár- og miðkvarter Elsta berg við Faxaflóa er frá tertí- er. Það finnst ekki sunnar á yfirborði en á norðurströnd Hvalfjarðar. Úr því er t.d. Akrafjall. Þetta berg er mynd- að í sprungusveimum, sem ekki verða til umfjöllunar hér. Á því hvílir það berg, sem myndar berggrunninn á norðanverðu höfuðborgarsvæðinu. Meginhluti þess bergs, sem nú finnst á yfirborði, myndaðist í árkvarteru sprungusveimunum tveimur. Það 67

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.