Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 22
finnst í Esju og þeim fjallabálki, sem henni tengist. Það er því myndað í nyrðri hluta kerfanna. Botn Faxaflóa úti fyrir höfuðborgarsvæðinu er einnig gerður úr bergi frá Kjalarneskerfinu, þ.e.a.s. suðurhluta þess. Ofan sjávar- máls sést í þetta berg, þar sem það hverfur undir grágrýtið í Viðey, Kleppsskafti, Geldinganesi og fleiri stöðum. Einnig kemur það fram ofar- lega í borholum vítt og breitt um höf- uðborgarsvæðið (Ragna Karlsdóttir 1973). Tiltölulega meira berg er sýni- legt úr suðurhluta Stardalskerfisins, enda er kerfið yngra og minna rofið. Það finnst í fjöllunum vestan Mosfells- heiðar. í Seljadal og sunnan Úlfarsár hverfur það undir grágrýtið. Lítið er vitað um það, hvernig þessi árkvarteru jarðlög enda í staflanum undir grá- grýtinu. Mörk árkvarteru rnyndunarinnar og grágrýtisins hlýtur eiginlega á flestum stöðum að vera strand-mislægi. Hver heildarþykkt ákvarteru myndunarinn- ar er liggur ekki ljóst fyrir, en neðri mörk hennar eru mótin við tertíera bergið. Á yfirborði finnst það fyrst norðan Hvalfjarðar. Ummyndað og holufyllt árkvartert berg kemur fyrir í borholum um allt höfuðborgarsvæðið. Fræðileg samstilling jarðlaga og upp- röðun þróunarsögunnar innan þessar- ar myndunar, er að því er virðist tölu- vert erfið í smáatriðum. Bergið í þessari árkvarteru myndun er mestmegnis allvel holufyllt basalt- hraunlög og basískt móberg, enda var landið ýmist hulið jöklum eða ísfrítt á myndunarskeiðinu. Slæðingur af súru bergi finnst, einkum úr Stardalsmegin- eldstöðinni. Það kemur fyrir í Mó- skarðshnjúkum og Grímmannsfelli (sjá Helga Torfason 1974). Innskots- berg er einnig töluvert áberandi í þess- um jarðlagastafla. Er þar bæði um að ræða ganga og minniháttar óregluleg innskot eins og til dæmis í Þverfelli og umhverfis Stardal (Ingvar B. Friðleifs- son 1973). Gangarnir mynda kerfi með sömu stefnu og sprungukerfin hafa, enda eru þeir storknuð kvika, sem leitaði inn í sprungukerfið. III.3. Fyrri hluti síðkvarters — grá- grýtið Ofan á árkvarteru myndunina leggst grágrýtið. Núverandi þekja þess teygir sig frá Tingvallavatni í sjó fram, sitt hvorum megin við Mosfellssveitarfjöll- in. Það finnst á öllum nesjurn og eyjum frá Hvaleyri til Brimness. Það finnst í ásum og holtum á höfuðborg- arsvæðinu, frá Ásfjalli í suðri til Keldnaholts og Reynisvatnsáss í norð- ri. Það er einkennisberg flatlendisins ofan Lækjarbotna, umhverfis Sand- skeið og á Mosfellsheiði. Stór og mik- ill fláki af sama bergi finnst sunnar við Faxaflóa og myndar þar Vogastapa, Miðnesheiði og Garðaskaga. Hvort þetta syðra svæði tengist hinu nyrðra beint um botn flóans úti fyrir Vatns- leysuströnd er óljóst. Það gæti eins verið stök myndun. Heildarþykkt grágrýtisins á svæðinu er óþekkt en í borholum reynist það víða allþykkt (Jens Tómasson o.fl. 1977). Þrátt fyrir rofið yfirborð sjást víða um 40 m af því á yfirborði í einu hrauni. Sem jarð- lagamyndun með millilögum er það varla undir 150—200 m. Þó grágrýtið sé myndað á tiltölulega stuttu tíma- skeiði, þá fer aldur þess almennt lækk- andi eftir því sem austar dregur. Neðstu og elstu hlutar grágrýtismynd- unarinnar finnast vestur við sjó, í Reykjavík, á Álftanesi og Brimnesi, o.s.frv. Efst og yngst er grágrýtið austur á Mosfellsheiði. Grágrýtið er yfirleitt fremur gróf- korna bergtegund. Það er basalt eins og blágrýtið í eldri myndunum og flest- öll yngri hraun. Það er opnara að innri 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.