Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 1985, Blaðsíða 24
gerðir og önnur þeirra (móbergið) sé eldri, þá er það allt ættað úr sömu einingunum (virku sprungusveim- unum). Báðar berggerðirnar eiga því saman sem „stratigrafísk" og tímaleg eining. Nútímabergið liggur ofan á grá- grýtinu. Mörk grágrýtisins og mó- bergsins eru ekki víða áberandi, en hraunaþekjan leggst sýnilega ofan á grágrýtið á stórum svæðum. Á höfuð- borgarsvæðinu er þetta áberandi frá Hafnarfirði austur um og upp undir Draugahlíðar (sbr. Kristján Sæmunds- son og Sigmundur Einarsson 1980). Þetta er í suðurjaðri þess, sem venju- lega er kallað höfuðborgarsvæði, og því má segja, að þessi yngsta myndun sé hvergi mjög þykk á sjálfu höfuð- borgarsvæðinu. Þegar suður fyrir það kemur, verður hún hins vegar nær ein- ráð og víða mjög þykk. Jafnframt dýpkar yfirleitt á eldri myndununum. Báðar berggerðir þessarar myndun- ar eru mjög gropnar, einkum hraunin. Þau eru jafnvel gropnari en grágrýtið í sumum tilvikum. Því veldur bæði lágur aldur þeirra og myndunarmáti. Vatn hripar því auðveldlega niður í mynd- unina, enda rennur hvorki á né lækur til sjávar á milli Lækjarins í Hafnar- firði og Ölfusár. Ekki verður séð að aldursmunur sé á einstökum sprungusveimum innan myndunarinnar. Uppbygging er mest og land stendur hæst á Hengils- sveimnum, sem er lengst inn til lands- ins. Uppbyggingin er hins vegar minnst og land stendur lægst á Reykjanessveimnum, sem nær lengst út til sjávarins. Hlutfallslega virðist móberg vera mest inni á Hengils- sveimnum, en minnst úti á Reykjanes- sveimnum. Þetta gæti bent til þess, að Hengilssveimurinn væri ef til vill eitt- hvað eldri. Það er þó líklegra að öll þessi einkenni spegli fremur afkasta- getu sprungusveimanna og mismikla virkni en verulegan aldursmun. IV. SAGA JARÐSKORPU- MYNDUNARINNAR Á SUÐVEST- URLANDI í STUTTU MÁLI Eins og fyrr er sagt myndaðist elsti hluti jarðskorpunnar á höfuðborgar- svæðinu í sprungusveimnum og megin- eldstöðinni, sem kennd eru við Kjalar- nes og voru virk í upphafi kvartertím- ans og fram undir 2.1 miljón ára. Sam- bærilegt kerfi, Stardalskerfið, hafði við endalok hins kerfisins verið í upp- siglingu um tíma. Stardalssprungu- sveimurinn óx þá að virkni og hrakti Kjalarnesmegineldstöðina út úr gos- beltinu. Þá dó Kjalarnesmegineldstöð- in út, en Stardalsprungusveimurinn þróast sjálfur í megineldstöð. Star- dalsmegineldstöðin dó svo út fyrir 1.6 miljón árum og hefur síðan verið að fjarlægjast gosbeltið og rofna niður. Núna rekur hana til vesturs undan virkni Hengilssprungusveimsins. Hann er þó yngri en 0.7 miljónir ára sam- kvæmt segulstefnudreifingu (Kristján Sæmundsson 1967; Leó Kristjánsson og Ágúst Guðmundsson 1980). Það getur því vart verið, að hann einn eigi sök á færslu Stardalsskerfisins vestur á bóginn. Líklegast er, að á tímabilinu á milli u. þ. b. 1.8 miljón ára og þess að Hengilssveimurinn tók við gliðnunar- hlutverkinu, hafi verið virkur sprungu- sveimur, sem nú ætti að finnast út- dauður á milli Hengils og Stardals. Ekki hefur þó slíkt kerfi fundist, en sá möguleiki er fyrir hendi, að það sé til staðar undir hinni miklu grágrýtis- þekju á Mosfellsheiði og nágrenni. Annar möguleiki er reyndar sá, að af einhverjum ástæðum hafi ekkert slíkt sprungukerfi myndast á þessum tíma og að grágrýtið sjálft sé eins kon- ar staðgengill þess, þannig að afleið- ingin af tregu reki og lítilli virkni um 70

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.